Innlent

Íslenska ríkið braut á tjáningarfrelsi Erlu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vísir / Anton
Íslenska ríkið braut gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi þegar Hæstiréttur dæmdi blaðakonuna Erlu Hlynsdóttur til að greiða eiginkonu Guðmundar Jónssonar, kenndum við Byrgið, bætur fyrir ummæli sem höfð voru eftir viðmælanda í frétt sem hún skrifaði árið 2007. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem kvað upp dóm í málinu í dag.

Íslenska ríkið á að greiða Erlu 1,2 milljónir króna í bætur vegna málsins. Það er ekki í fyrsta sinn sem ríkið þarf að greiða henni bætur því þetta er annar dómurinn þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi Erlu.

Árið 2012 taldi mannréttindadómstóllinn að íslenskir dómstólar hefðu brotið gegn sömu grein mannréttindasáttmálans með því að gera Erlu ábyrga fyrir ummælum viðmælanda DV um eiganda Strawberries í Lækjargötu. Erla bíður svo eftir niðurstöðu í þriðja málinu hjá dómstólnum en það varðar einnig mörk tjáningarfrelsis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×