Fótbolti

Ísland ósigrað í síðustu tólf landsleikjum sem Hannes hefur spilað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enginn markvörður hefur varið fleiri skot á EM en Hannes.
Enginn markvörður hefur varið fleiri skot á EM en Hannes. vísir/vilhelm
Hannes Þór Halldórsson hefur spilað einstaklega vel í marki Íslands á EM í Frakklandi.

Hannes hefur verið einn af bestu markvörðum mótsins en enginn markvörður á EM hefur varið fleiri skot en hann (22).

Sjá einnig: Hugljúfur óður Jóns Jónssonar til Hannesar: „Kennir okkur að trúa á draumana okkar“

Mikilvægi Hannesar fyrir íslenska liðið verður seint ofmetið. Það sést kannski best á því að Ísland hefur ekki tapað í 12 síðustu landsleikjum sem hann hefur spilað. Ísland hefur unnið átta þessara leikja og gert fjögur jafntefli.

Hannes var síðast í tapliði í landsleik þegar Ísland tapaði 2-1 fyrir Tékklandi í Plzen í undankeppni EM 16. nóvember 2014, eða fyrir tæpum tveimur árum.

Hannes meiddist á öxl á æfingu fyrir útileikinn gegn Tyrklandi í undankeppni EM og var frá keppni í nokkra mánuði.

Íslandi gekk illa í leikjunum sem liðið spilaði meðan Hannes var á sjúkralistanum en vann fyrsta leikinn eftir að hann sneri aftur.

Hannes kom þá inn á sem varamaður fyrir Ögmund Kristinsson í hálfleik í vináttulandsleik Íslands og Grikklands 29. mars á þessu ári. Staðan var 2-1 í hálfleik en íslensku strákarnir sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleik og unnu 2-3 sigur.

Sjá einnig: Hannes: Maður er að upplifa nýjar tilfinningar

Hannes hvíldi í vináttulandsleiknum gegn Noregi í Osló sem tapaðist 3-2 en kom inn í liðið fyrir leikinn gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli, hélt hreinu í 4-0 sigri og síðan þá hefur Ísland ekki tapað leik.

Síðustu 12 landsleikir Hannesar:

England 1-2 Ísland

Ísland 2-1 Austurríki

Ísland 1-1 Ungverjaland

Portúgal 1-1 Ísland

Ísland 4-0 Liechtenstein

Grikkland 2-3 Ísland

Ísland 2-2 Lettland

Ísland 0-0 Kasakstan

Holland 0-1 Ísland

Ísland 2-1 Tékkland

Kasakstan 0-3 Ísland

Kanada 1-2 Ísland


Tengdar fréttir

Miðarnir þúsund uppseldir

Stade de France tekur rúmlega 80.000 manns í sæti en óvíst er hve marga "follow your team“ miða Frakkar keyptu.

Bræður okkar ljónshjarta

Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin.

Ragnar í úrvalsliði 16-liða úrslitanna

Ragnar Sigurðsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína á EM í Frakklandi og þá sérstaklega eftir leikinn gegn Englandi í gær.

Eiginkona Rooney brjáluð út í The Sun

Coleen Rooney, eiginkona Wayne Rooney, fyrirliða enska landsliðsins, var langt frá því að vera sátt með forsíðu breska dagblaðsins The Sun í dag.

Íslenska á forsíðu Verdens Gang á morgun

Íslenska landsliðið á ekki aðeins forsíðuna á Verdens Gang, eins stærsta dagblaðsins í Noregi, heldur er íslenska tungan í aðalhlutverki á forsíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×