Ísland og markmið SÞ um sjálfbæra þróun Þór Ásgeirsson skrifar 4. september 2015 07:00 Nú í haust verða ný þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna samþykkt af Allsherjarþinginu og munu þau leysa af hólmi Þúsaldarmarkmiðin sem tóku gildi árið 2000. Nýju markmiðin fjalla um sjálfbæra þróun (sustainable development goals) og eiga að leiðbeina íbúum jarðar næstu fimmtán árin. Aðalmarkmiðin eru sautján að tölu og er fjöldi undirmarkmiða og viðmiðunargilda sem fylgir hverju þeirra. Fyrstu fjögur markmiðin eru um fátækt, hungur, heilsu og menntun, en 14. markmiðið fjallar um verndun og sjálfbæra nýtingu á auðlindum sjávar. „Sjálfbærnimarkmið 14: Vernda og nýta hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun“. Þetta 14. markmið snertir okkur Íslendinga sérstaklega þar sem hagsmunir okkar liggja í nýtingu sjávarauðlinda. Tilkoma þessa markmiðs endurspeglar stöðu auðlinda sjávar í dag en talið er að um 70-80% rannsakaðra fiskistofna í heiminum séu annaðhvort ofnýtt eða að fullu nýtt. Ljóst er því að veiðar úr sjó verða ekki auknar að neinu marki í framtíðinni, þrátt fyrir að fjöldi jarðarbúa eigi eftir að aukast verulega á næstu áratugum. Hvað er til ráða? Eins og staðan er í dag þá sjá menn að eina leiðin til að auka framboð á sjávarafurðum (fyrst og fremst fiski) er að efla fiskeldið í heiminum. Þessu til viðbótar hafa vísindamenn skoðað betri nýtingu á fiskafurðum, ekki bara til að auka fæðuframboð og gæði matar, heldur eru fiskafurðir einnig nýttar í lyfjaiðnaði og öðrum matvælaiðnaði. Til að minnka ofveiði og auka nýtingu á auðlindum sjávar þurfa þjóðir heims að stjórna veiðum og vinnslu mun betur en nú er gert. Þar geta Íslendingar svo sannarlega miðlað af reynslu sinni. Íslendingum hefur ekki einungis tekist að snúa við ofveiði og offjárfestingu í sjávarútvegi og byggt upp fiskistofna hér við land svo eftir er tekið í heiminum, heldur eru Íslendingar í fararbroddi er kemur að nýtingu þess afla sem veiddur er úr sjó. Sjávarútvegur er flókin atvinnugrein þar sem fara saman líffræðileg, hagræn og félagsleg gildi og má því segja að ef þjóðum heims tekst að ná 14. markmiði hinna nýju markmiða SÞ um sjálfbæra þróun muni það hafa veruleg áhrif á leið okkar til að ná hinum 16 markmiðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í haust verða ný þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna samþykkt af Allsherjarþinginu og munu þau leysa af hólmi Þúsaldarmarkmiðin sem tóku gildi árið 2000. Nýju markmiðin fjalla um sjálfbæra þróun (sustainable development goals) og eiga að leiðbeina íbúum jarðar næstu fimmtán árin. Aðalmarkmiðin eru sautján að tölu og er fjöldi undirmarkmiða og viðmiðunargilda sem fylgir hverju þeirra. Fyrstu fjögur markmiðin eru um fátækt, hungur, heilsu og menntun, en 14. markmiðið fjallar um verndun og sjálfbæra nýtingu á auðlindum sjávar. „Sjálfbærnimarkmið 14: Vernda og nýta hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun“. Þetta 14. markmið snertir okkur Íslendinga sérstaklega þar sem hagsmunir okkar liggja í nýtingu sjávarauðlinda. Tilkoma þessa markmiðs endurspeglar stöðu auðlinda sjávar í dag en talið er að um 70-80% rannsakaðra fiskistofna í heiminum séu annaðhvort ofnýtt eða að fullu nýtt. Ljóst er því að veiðar úr sjó verða ekki auknar að neinu marki í framtíðinni, þrátt fyrir að fjöldi jarðarbúa eigi eftir að aukast verulega á næstu áratugum. Hvað er til ráða? Eins og staðan er í dag þá sjá menn að eina leiðin til að auka framboð á sjávarafurðum (fyrst og fremst fiski) er að efla fiskeldið í heiminum. Þessu til viðbótar hafa vísindamenn skoðað betri nýtingu á fiskafurðum, ekki bara til að auka fæðuframboð og gæði matar, heldur eru fiskafurðir einnig nýttar í lyfjaiðnaði og öðrum matvælaiðnaði. Til að minnka ofveiði og auka nýtingu á auðlindum sjávar þurfa þjóðir heims að stjórna veiðum og vinnslu mun betur en nú er gert. Þar geta Íslendingar svo sannarlega miðlað af reynslu sinni. Íslendingum hefur ekki einungis tekist að snúa við ofveiði og offjárfestingu í sjávarútvegi og byggt upp fiskistofna hér við land svo eftir er tekið í heiminum, heldur eru Íslendingar í fararbroddi er kemur að nýtingu þess afla sem veiddur er úr sjó. Sjávarútvegur er flókin atvinnugrein þar sem fara saman líffræðileg, hagræn og félagsleg gildi og má því segja að ef þjóðum heims tekst að ná 14. markmiði hinna nýju markmiða SÞ um sjálfbæra þróun muni það hafa veruleg áhrif á leið okkar til að ná hinum 16 markmiðunum.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun