Ísland og markmið SÞ um sjálfbæra þróun Þór Ásgeirsson skrifar 4. september 2015 07:00 Nú í haust verða ný þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna samþykkt af Allsherjarþinginu og munu þau leysa af hólmi Þúsaldarmarkmiðin sem tóku gildi árið 2000. Nýju markmiðin fjalla um sjálfbæra þróun (sustainable development goals) og eiga að leiðbeina íbúum jarðar næstu fimmtán árin. Aðalmarkmiðin eru sautján að tölu og er fjöldi undirmarkmiða og viðmiðunargilda sem fylgir hverju þeirra. Fyrstu fjögur markmiðin eru um fátækt, hungur, heilsu og menntun, en 14. markmiðið fjallar um verndun og sjálfbæra nýtingu á auðlindum sjávar. „Sjálfbærnimarkmið 14: Vernda og nýta hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun“. Þetta 14. markmið snertir okkur Íslendinga sérstaklega þar sem hagsmunir okkar liggja í nýtingu sjávarauðlinda. Tilkoma þessa markmiðs endurspeglar stöðu auðlinda sjávar í dag en talið er að um 70-80% rannsakaðra fiskistofna í heiminum séu annaðhvort ofnýtt eða að fullu nýtt. Ljóst er því að veiðar úr sjó verða ekki auknar að neinu marki í framtíðinni, þrátt fyrir að fjöldi jarðarbúa eigi eftir að aukast verulega á næstu áratugum. Hvað er til ráða? Eins og staðan er í dag þá sjá menn að eina leiðin til að auka framboð á sjávarafurðum (fyrst og fremst fiski) er að efla fiskeldið í heiminum. Þessu til viðbótar hafa vísindamenn skoðað betri nýtingu á fiskafurðum, ekki bara til að auka fæðuframboð og gæði matar, heldur eru fiskafurðir einnig nýttar í lyfjaiðnaði og öðrum matvælaiðnaði. Til að minnka ofveiði og auka nýtingu á auðlindum sjávar þurfa þjóðir heims að stjórna veiðum og vinnslu mun betur en nú er gert. Þar geta Íslendingar svo sannarlega miðlað af reynslu sinni. Íslendingum hefur ekki einungis tekist að snúa við ofveiði og offjárfestingu í sjávarútvegi og byggt upp fiskistofna hér við land svo eftir er tekið í heiminum, heldur eru Íslendingar í fararbroddi er kemur að nýtingu þess afla sem veiddur er úr sjó. Sjávarútvegur er flókin atvinnugrein þar sem fara saman líffræðileg, hagræn og félagsleg gildi og má því segja að ef þjóðum heims tekst að ná 14. markmiði hinna nýju markmiða SÞ um sjálfbæra þróun muni það hafa veruleg áhrif á leið okkar til að ná hinum 16 markmiðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Nú í haust verða ný þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna samþykkt af Allsherjarþinginu og munu þau leysa af hólmi Þúsaldarmarkmiðin sem tóku gildi árið 2000. Nýju markmiðin fjalla um sjálfbæra þróun (sustainable development goals) og eiga að leiðbeina íbúum jarðar næstu fimmtán árin. Aðalmarkmiðin eru sautján að tölu og er fjöldi undirmarkmiða og viðmiðunargilda sem fylgir hverju þeirra. Fyrstu fjögur markmiðin eru um fátækt, hungur, heilsu og menntun, en 14. markmiðið fjallar um verndun og sjálfbæra nýtingu á auðlindum sjávar. „Sjálfbærnimarkmið 14: Vernda og nýta hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun“. Þetta 14. markmið snertir okkur Íslendinga sérstaklega þar sem hagsmunir okkar liggja í nýtingu sjávarauðlinda. Tilkoma þessa markmiðs endurspeglar stöðu auðlinda sjávar í dag en talið er að um 70-80% rannsakaðra fiskistofna í heiminum séu annaðhvort ofnýtt eða að fullu nýtt. Ljóst er því að veiðar úr sjó verða ekki auknar að neinu marki í framtíðinni, þrátt fyrir að fjöldi jarðarbúa eigi eftir að aukast verulega á næstu áratugum. Hvað er til ráða? Eins og staðan er í dag þá sjá menn að eina leiðin til að auka framboð á sjávarafurðum (fyrst og fremst fiski) er að efla fiskeldið í heiminum. Þessu til viðbótar hafa vísindamenn skoðað betri nýtingu á fiskafurðum, ekki bara til að auka fæðuframboð og gæði matar, heldur eru fiskafurðir einnig nýttar í lyfjaiðnaði og öðrum matvælaiðnaði. Til að minnka ofveiði og auka nýtingu á auðlindum sjávar þurfa þjóðir heims að stjórna veiðum og vinnslu mun betur en nú er gert. Þar geta Íslendingar svo sannarlega miðlað af reynslu sinni. Íslendingum hefur ekki einungis tekist að snúa við ofveiði og offjárfestingu í sjávarútvegi og byggt upp fiskistofna hér við land svo eftir er tekið í heiminum, heldur eru Íslendingar í fararbroddi er kemur að nýtingu þess afla sem veiddur er úr sjó. Sjávarútvegur er flókin atvinnugrein þar sem fara saman líffræðileg, hagræn og félagsleg gildi og má því segja að ef þjóðum heims tekst að ná 14. markmiði hinna nýju markmiða SÞ um sjálfbæra þróun muni það hafa veruleg áhrif á leið okkar til að ná hinum 16 markmiðunum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun