Ísland ákveðin fyrirmynd í ættleiðingarmálum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 21:00 "Ísland er orðin ákveðin fyrirmynd í þessum málaflokki og þar er talað um "íslenska módelið“ sem þykir spennandi,“ segir Hörður. vísir/afp Biðtími fjölskyldna eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er umtalsvert styttri nú en áður. Það skýrist meðal annars af góðu samstarfi á milli stjórnvalda og ættleiðingarfélagsins Íslensk ættleiðing og hefur það samstarf vakið mikla athygli ytra. Félagið á því von á að löndum sem það á ættleiðingarsamskipti við fjölgi á næstunni. Þetta segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar.Upprunalöndum fari fjölgandi Fimmtíu og ein fjölskylda bíður þess nú að fá að ættleiða barn frá erlendu ríki. Þar af eru tuttugu og níu á biðlista erlendis en tuttugu og tveir á ýmsum stigum í svokölluðu forsamþykkisferli hér heima. Á síðasta ári ættleiddu Íslendingar ellefu börn erlendis frá en átta árið áður. Flest þeirra koma frá Kína en einnig eru fjölmörg frá Tékklandi og sum hver frá Kólumbíu og Tógó.„Biðtíminn er nokkuð stuttur um þessar mundir og stundum talinn í örfáum mánuðum,“ segir Hörður Svavarsson.Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir biðtímann vissulega misjafnan þar sem það fari allt eftir samstarfi við hvert land fyrir sig. Hann á þó von á að upprunalöndum muni fara fjölgandi á næstunni. „Það eru alltaf einhverjar sveiflur í fjölda ættleiðinga milli ára og ræðst það oftast af aðstæðum í upprunalöndum barnanna. En flest börnin eru frá Kína og þar hefur ekki verið löng bið. Biðtíminn er nokkuð stuttur um þessar mundir og stundum talinn í örfáum mánuðum,“ segir Hörður.Ísland ákveðin fyrirmynd Þá segir hann að samstarfið við Tékkland gangi afar vel. Félagið fékk löggildingu til að annast milligöngu ættleiðinga frá Tékklandi árið 2004 en fór heldur hægt af stað til að byrja með. Fyrsta barnið sem ættleitt var frá Tékklandi til Íslands var árið 2007 en það var ekki fyrr en árið 2010 sem næsta barn eftir það var ættleitt til landsins. „Þeir treysta okkur mjög vel og samstarfið mun væntanlega vaxa. Þau hafa líklega séð hvernig við vinnum og hversu vel við undirbúum fjölskyldur og fylgjum vel eftir þegar heim er komið. Ísland er orðin ákveðin fyrirmynd í þessum málaflokki og þar er talað um „íslenska módelið“ sem þykir spennandi,“ segir hann. Nýtt fyrirkomulag á ættleiðingum komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins árið 2013. Alþingi samþykkti þrefalda hækkun á endurgjaldi ríkisins til ættleiðingarfélagsins í nóvember 2013, en fyrir þann tíma hafði félagið verið í miklum fjárhagserfiðleikum og þurftu fjölskyldur að bíða í hátt í þrjú ár eftir ættleiðingu. Halli var á rekstri félagsins árum saman og var því ekki unnt að sinna öllum þeim skyldum sem stjórnvöld höfðu tekið á sig með því að undirgangast alþjóðlega samninga, til að mynda að bjóða læknisþjónustu og sinna þjónustu eftir ættleiðingar. Hörður fagnar því þessum nýju breytingum og segir allt vera að færast í rétt horf. Alþingi Tengdar fréttir Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. 31. mars 2014 07:00 Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga Íslensk ættleiðing fær fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum og löndum sem börn eru ættleidd frá um þjónustusamninginn við íslenska ríkið. 13. maí 2014 07:48 Fann móður sína á fimmtán mínútum í gegnum Facebook "Ég hugsaði fyrst þegar ég sá myndina af henni. Ég kannast eitthvað við hana, ég hlýt að þekkja foreldra hennar." 17. maí 2014 10:56 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Biðtími fjölskyldna eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er umtalsvert styttri nú en áður. Það skýrist meðal annars af góðu samstarfi á milli stjórnvalda og ættleiðingarfélagsins Íslensk ættleiðing og hefur það samstarf vakið mikla athygli ytra. Félagið á því von á að löndum sem það á ættleiðingarsamskipti við fjölgi á næstunni. Þetta segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar.Upprunalöndum fari fjölgandi Fimmtíu og ein fjölskylda bíður þess nú að fá að ættleiða barn frá erlendu ríki. Þar af eru tuttugu og níu á biðlista erlendis en tuttugu og tveir á ýmsum stigum í svokölluðu forsamþykkisferli hér heima. Á síðasta ári ættleiddu Íslendingar ellefu börn erlendis frá en átta árið áður. Flest þeirra koma frá Kína en einnig eru fjölmörg frá Tékklandi og sum hver frá Kólumbíu og Tógó.„Biðtíminn er nokkuð stuttur um þessar mundir og stundum talinn í örfáum mánuðum,“ segir Hörður Svavarsson.Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir biðtímann vissulega misjafnan þar sem það fari allt eftir samstarfi við hvert land fyrir sig. Hann á þó von á að upprunalöndum muni fara fjölgandi á næstunni. „Það eru alltaf einhverjar sveiflur í fjölda ættleiðinga milli ára og ræðst það oftast af aðstæðum í upprunalöndum barnanna. En flest börnin eru frá Kína og þar hefur ekki verið löng bið. Biðtíminn er nokkuð stuttur um þessar mundir og stundum talinn í örfáum mánuðum,“ segir Hörður.Ísland ákveðin fyrirmynd Þá segir hann að samstarfið við Tékkland gangi afar vel. Félagið fékk löggildingu til að annast milligöngu ættleiðinga frá Tékklandi árið 2004 en fór heldur hægt af stað til að byrja með. Fyrsta barnið sem ættleitt var frá Tékklandi til Íslands var árið 2007 en það var ekki fyrr en árið 2010 sem næsta barn eftir það var ættleitt til landsins. „Þeir treysta okkur mjög vel og samstarfið mun væntanlega vaxa. Þau hafa líklega séð hvernig við vinnum og hversu vel við undirbúum fjölskyldur og fylgjum vel eftir þegar heim er komið. Ísland er orðin ákveðin fyrirmynd í þessum málaflokki og þar er talað um „íslenska módelið“ sem þykir spennandi,“ segir hann. Nýtt fyrirkomulag á ættleiðingum komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins árið 2013. Alþingi samþykkti þrefalda hækkun á endurgjaldi ríkisins til ættleiðingarfélagsins í nóvember 2013, en fyrir þann tíma hafði félagið verið í miklum fjárhagserfiðleikum og þurftu fjölskyldur að bíða í hátt í þrjú ár eftir ættleiðingu. Halli var á rekstri félagsins árum saman og var því ekki unnt að sinna öllum þeim skyldum sem stjórnvöld höfðu tekið á sig með því að undirgangast alþjóðlega samninga, til að mynda að bjóða læknisþjónustu og sinna þjónustu eftir ættleiðingar. Hörður fagnar því þessum nýju breytingum og segir allt vera að færast í rétt horf.
Alþingi Tengdar fréttir Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. 31. mars 2014 07:00 Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga Íslensk ættleiðing fær fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum og löndum sem börn eru ættleidd frá um þjónustusamninginn við íslenska ríkið. 13. maí 2014 07:48 Fann móður sína á fimmtán mínútum í gegnum Facebook "Ég hugsaði fyrst þegar ég sá myndina af henni. Ég kannast eitthvað við hana, ég hlýt að þekkja foreldra hennar." 17. maí 2014 10:56 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. 31. mars 2014 07:00
Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga Íslensk ættleiðing fær fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum og löndum sem börn eru ættleidd frá um þjónustusamninginn við íslenska ríkið. 13. maí 2014 07:48
Fann móður sína á fimmtán mínútum í gegnum Facebook "Ég hugsaði fyrst þegar ég sá myndina af henni. Ég kannast eitthvað við hana, ég hlýt að þekkja foreldra hennar." 17. maí 2014 10:56