Erlent

Írar samþykkja hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu

Heimir Már Pétursson skrifar
Þjóðaratkvæðagreiðslan á Írlandi um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum.
Þjóðaratkvæðagreiðslan á Írlandi um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Vísir/AFP
Óvenjugóð þátttaka var í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort lögleiða eigi hjónabönd samkynhneigðra sem fram fór á Írlandi í gær.

Talning atkvæða hófst klukkan átta í morgun en Aodhan O’Riordain, jafnréttismálaráðherra Írlands, sem fylgist með talningunni, tísti í morgun að hann væri sannfærður um á tillagan hafi verið samþykkt, eftir að hann sá atkvæði úr fyrstu kjörkössunum í Dyflinni.

„Niðurstaðan er já og það með yfirburðum í Dyflinni. Í dag er ég stoltur af því að vera Íri,“ skrifaði ráðherrann á Twitter. Þetta er í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem boðað er til þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu á hjónabandi samkynhneiðra. Nokkrir talsmenn þeirra sem voru á móti lögleiðingunni hafa nú þegar viðurkennt ósigur sinn, segir á fréttasíðu BBC.

Kjörsókn í höfuðborginni Dyflinni, Limerick og Waterford fór yfir 60 prósent og víðast hvar annars staðar var hún vel yfir 50 prósentum. Búist er við að talningu ljúki síðdegis í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×