Viðskipti erlent

iPhone 6 plus sagður beygjast auðveldlega

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Skjáskot
Eigendur iPhone 6 plus segja hann beygjast í buxnavösum. Sala símanna hófst fyrir einungis nokkrum dögum síðan, en eigendur hafa birt myndir af bognum símum á internetinu.

Fjölmargir hafa birt myndir á Twitter af beygðum símum og jafnframt hefur verið gert myndband þar sem sýnt er fram á hve mikið afl þurfi til að beygja símann.

Símarnir eru þynnri en þeir hafa verið áður og eru að mestu úr áli sem beygist auðveldlega. Enn sem komið er hefur Apple ekki tjáð sig um málið.    

Vangaveltur eru þó uppi um að hinir bognu símar hafi verið geymdir í rassvasa og setið á þeim og eigendur þeirra vilji nú fá nýja frá Apple.

Hér að neðan má sjá iPhone 6 plus beygðan.

Þrátt fyrir að svo auðvelt virðist að beygja símana hefur tryggingafélagið Square Trade sýnt fram á að símarnir séu mjög sterkbyggðir að öðru leyti. Í stöðluðum prófum fyrirtækisins fengu iPhone 6 og 6 plus hæstu einkunn sem tæki frá Apple hafa fengið.

Myndbandið af aðförum Square Trade má sjá hér að neðan og neðst má sjá umræðuna á Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×