Viðskipti innlent

Innspýting upp á 120 milljónir

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Frá undirrituninni. Egill Másson fjárfestingastjóri og Helga Valfells framkvæmdastjóri NSA, Arnar Laufdal Ólafsson, framkvæmdastjóri Kaptio og Ingi Guðjónsson fyrir Kask ehf.
Frá undirrituninni. Egill Másson fjárfestingastjóri og Helga Valfells framkvæmdastjóri NSA, Arnar Laufdal Ólafsson, framkvæmdastjóri Kaptio og Ingi Guðjónsson fyrir Kask ehf. Mynd/Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
iNýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) og Kaskur ehf., fjárfestingafélag í eigu Inga Guðjónssonar, hafa fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Kaptio fyrir um 120 milljónir króna.

Fram kemur í tilkynningu að hingað til hafi fyrirtækið verið fjármagnað af stofnendum og tekjum af ráðgjafarstörfum við innleiðingu á Salesforce CRM-hugbúnaði Kaptio.

Aðkoma fagfjárfesta er sögð liður í að byggja undir vöruþróun og vöxt í sölu á Kaptio Travel-lausninni, en fyrirtækið framleiðir sérsniðinn hugbúnað fyrir ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×