Viðskipti innlent

Ingibjörg, Þorvarður og Þorsteinn nýir stjórnendur hjá Icelandair

Atli Ísleifsson skrifar
Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, Þorvarður Guðlaugsson og Þorsteinn Guðjónsson hafa tekið við nýjum stjórnunarstörfum hjá Icelandair.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að þau taki til starfa 1. nóvember næstkomandi.

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin sem svæðisstjóri fyrir Icelandair á Íslandi. Hún mun bera ábyrgð á sölustarfi á íslenska markaðnum, svo sem stefnumótun, markaðs- og fjárhagsáætlunum. Ingibjörg starfar í dag sem forstöðumaður yfir Icelandair Saga Club.

Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri fyrir Icelandair á Íslandi, hefur verið ráðinn svæðisstjóri yfir mörkuðum Suður- og Austur Evrópu. 

Þorsteinn Guðjónsson, sölustjóri Icelandair í Svíþjóð, mun taka við nýju starfi sem svæðisstjóri fyrir Vestur-Evrópu með aðsetur í London eftir að störf svæðisstjóra í Bretlandi og á meginlandi Evrópu hafa verið sameinuð.

Öll störfin heyra undir framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair, Helga Má Björgvinsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×