Imon-málið komið á dagskrá Hæstaréttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2015 08:51 Steinþór Gunnarsson, Elín Sigfúsdóttir og Sigurjón Þ. Árnason. Vísir Imon-málið svokallaða verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 21. september næstkomandi. Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af ákæru um markaðsmisnotkun. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, var dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af voru sex skilorðsbundnir. Dómur féll í héraði í byrjun júní og mánuði síðar ákvað ríkissaksóknari að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Steinþór Gunnarsson hafði þegar tekið þá ákvörðun að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Mun Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari flytja málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Sérstakur saksóknari var ekki sáttur við niðurstöðuna í héraði.Vísir/ValliSérstakur telur um sýndarviðskipti að ræða Í málinu voru stjórnendurnir þrír ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með lánveitingu til félagsins Imon ehf. til kaupa á hlutabréfa í Landsbankanum þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna haustið 2008. Lánið hljóðaði upp á fimm milljarða króna en Imon ehf var í eigu Magnúsar Ármann. Steinþór var sakaður um að hafa tilkynnt kaup Imon ehf á hlutabréfunum sem raunveruleg viðskipti til Kauphallarinnar. Sérstakur saksóknari taldi að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda verði á hlutabréfum í bankanum uppi.Sigurjón Árnason ásamt lögmanni sínum Sigurði G. Guðjónssyni.Vísir/VilhelmFjölskipaður héraðsdómur klofnaðiÍ dómi héraðsdóms segir að hann hafi ekki geta dulist að upplýsingar um hvernig að viðskiptunum væri staðið gæti haft áhrif á mat aðila verðbréfamarkaðarins á verði hlutabréfa. Því hafi honum borið að haga starfi sínu á þann veg að misvísandi eða villandi upplýsingar um verðmæti hlutabréfa bærust ekki út á markaðinn. Fjölskipaður héraðsdómur klofnaði í málinu en einn dómari af þremur taldi að sakfella ætti Sigurjón þar sem hann hefði tekið ákvörðun um viðskiptin. Sigurjón var í nóvember síðastliðnum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli. Tveir starfsmenn bankans, Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Hreiðarsson, fengu níu mánaða dóm en þar af voru sex á skilorði. Málið var töluvert umfangsmeira en Imon-málið og eitt það stærsta sem sérstakur saksóknari rannsakaði í kjölfar efnahagashrunsins. Málflutningur í Imon-málinu verður í Hæstarétti mánudaginn 21. september klukkan 9. Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Imon-málið svokallaða verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 21. september næstkomandi. Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af ákæru um markaðsmisnotkun. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, var dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af voru sex skilorðsbundnir. Dómur féll í héraði í byrjun júní og mánuði síðar ákvað ríkissaksóknari að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Steinþór Gunnarsson hafði þegar tekið þá ákvörðun að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Mun Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari flytja málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Sérstakur saksóknari var ekki sáttur við niðurstöðuna í héraði.Vísir/ValliSérstakur telur um sýndarviðskipti að ræða Í málinu voru stjórnendurnir þrír ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með lánveitingu til félagsins Imon ehf. til kaupa á hlutabréfa í Landsbankanum þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna haustið 2008. Lánið hljóðaði upp á fimm milljarða króna en Imon ehf var í eigu Magnúsar Ármann. Steinþór var sakaður um að hafa tilkynnt kaup Imon ehf á hlutabréfunum sem raunveruleg viðskipti til Kauphallarinnar. Sérstakur saksóknari taldi að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda verði á hlutabréfum í bankanum uppi.Sigurjón Árnason ásamt lögmanni sínum Sigurði G. Guðjónssyni.Vísir/VilhelmFjölskipaður héraðsdómur klofnaðiÍ dómi héraðsdóms segir að hann hafi ekki geta dulist að upplýsingar um hvernig að viðskiptunum væri staðið gæti haft áhrif á mat aðila verðbréfamarkaðarins á verði hlutabréfa. Því hafi honum borið að haga starfi sínu á þann veg að misvísandi eða villandi upplýsingar um verðmæti hlutabréfa bærust ekki út á markaðinn. Fjölskipaður héraðsdómur klofnaði í málinu en einn dómari af þremur taldi að sakfella ætti Sigurjón þar sem hann hefði tekið ákvörðun um viðskiptin. Sigurjón var í nóvember síðastliðnum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli. Tveir starfsmenn bankans, Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Hreiðarsson, fengu níu mánaða dóm en þar af voru sex á skilorði. Málið var töluvert umfangsmeira en Imon-málið og eitt það stærsta sem sérstakur saksóknari rannsakaði í kjölfar efnahagashrunsins. Málflutningur í Imon-málinu verður í Hæstarétti mánudaginn 21. september klukkan 9.
Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12
Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45