Handbolti

IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/HSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs.

Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum höfðu bæði afsalað sér sætum sínum vegna pólískra ástæðna en þau vildu síðan fá sætin sín aftur. Framkvæmdastjórn IHF fór hinsvegar ekki þá leið. Ísland tekur sæti Sameinuðu arabísku furstadæmanna í C-riðlinum og Sádí-Arabía tekur sæti í D-riðli með Þýskalandi og Danmörku.

Handknattleikssambönd Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum fengu líka bæði sekt upp á 100 þúsund svissneska franska sem eru um 12,8 milljónir íslenskra króna. Það var tekið því mjög hart á því af Framkvæmdastjórn IHF að samböndin settu heimsmeistaramótið í uppnám svo stuttu fyrir keppni.

Evrópska og asíska sambandið fékk að velja sitthvort sætið og Ísland var fyrsta varaþjóð Evrópu eins og margoft hefur komið fram. Asía fékk fyrsta að velja sína þjóð og svo fylgdi Evrópa á eftir.

Fyrsti leikur Íslands verður á móti Svíum 16. janúar. Ísland spilar síðan við Alsír, þá við Frakkland, fjórði leikurinn er við Tékkland og sá síðasti er á móti Egyptum.


Tengdar fréttir

Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin

Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×