SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 09:15

Uber tekur sjálfkeyrandi bíla úr umferđ eftir óhapp

FRÉTTIR

Icesavedómur gćti orđiđ ţungur skellur fyrir ríkissjóđ

 
Viđskipti innlent
06:15 28. JANÚAR 2013
Icesavedómur gćti orđiđ ţungur skellur fyrir ríkissjóđ

Fyrir hádegið mun dómur EFTA dómsstólsins í Icesave málinu verða kveðinn upp. Óhagstæður dómur gæti orðið þungur skellur fyrir ríkissjóð.

Sennilega hefur fárra alþjóðlegra dóma verið beðið með jafnmikilli eftirvæntingu á Íslandi og þess sem EFTA dómstólinn gerir opinberan klukkan hálf ellefu að okkar tíma. Mikið liggur undir í niðurstöðum hans. Ef Ísland er sýknað er málinu þar með lokið. Ef dómurinn fellur gegn ríkissjóði gæti það kostað þjóðarbúið miklar fjárhæðir.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur reiknað út að ef EFTA dómstólinn felli dóm gegn ríkissjóði muni það geta kostað ríkissjóð á bilinu 60 til tæplega 340 milljarða króna. Lægri upphæðin miðast við að Bretar og Hollendingar fallist á að taka í gildi síðasta Icesave samninginn, þann sem Lee Buchheit samdi fyrir Íslendinga. Hærri upphæðin er miðuð við að ríkissjóður þurfi að borga refsivexti af öllum Icesave-innstæðunum frá falli Landsbankans.

Þá má nefna að öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Sandard & Poor´s og Fitch Ratings hafa sagt að óhægstæð niðurstaða í Icesave málinu muni þýða endurskoðun á lánshæfiseinkunn ríkisins. Það þýðir sennilega að einkunnin lækki niður í ruslflokk.

Vegna dómsins í Icesave-málinu verður sérstök útsending á Vísi klukkan ellefu, þar sem rætt verður við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Þá munu Eiríkur Svavarsson hæstaréttarlögmaður og fulltrúi í inDefence hópnum, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Árni Páll Árnason, starfandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sitja fyrir svörum.
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Icesavedómur gćti orđiđ ţungur skellur fyrir ríkissjóđ
Fara efst