Viðskipti innlent

Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði

Haraldur Guðmundsson skrifar
Þrettán dagar eru síðan Icelandair Group sendi frá sér svarta afkomuviðvörun og bréf félagsins fóru að lækka.
Þrettán dagar eru síðan Icelandair Group sendi frá sér svarta afkomuviðvörun og bréf félagsins fóru að lækka. vísir/vilhelm
Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. Gengi bréfanna var 16,025 krónur á hlut við lokun markaða. Öll hin fyrirtækin á Aðallista Kauphallar Íslands hækkuðu eða stóðu í stað.

Bréf HB Granda hækkuðu mest eða um 4,5 prósent í 170 milljóna króna viðskiptum. Velta með bréf N1 var 679 milljónir og hækkuðu þau um rétt rúm fjögur prósent. Fjögur fyrirtæki rufu þriggja prósenta múrinn eða Síminn, Fjarskipti (Vodafone á Íslandi), Sjóvá og Vís. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði í dag um 0,88 prósent í 10,2 milljarða viðskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×