Iceland Express ætlar að kaupa flugflota 3. nóvember 2011 10:00 Eigandinn Fengur, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, er eigandi Iceland Express. Félagið hefur sett rúman milljarð inn í flugfélagið á undanförnum vikum. Iceland Express (IE) hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Flugmálastjórnar Íslands og hyggst kaupa nýjan flota af flugvélum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að veiting flugrekstrarleyfis gæti tekið allt að fjórum mánuðum. Stefnt er að því að nýi flotinn verði kominn í gagnið 1. apríl á næsta ári. IE notar í dag vélar sem eru í eigu breska félagsins Astraeus í áætlunarflug sín. Gangi áætlanir IE eftir mun verða slitið á þau tengsl að mestu og IE fljúga til sinna áfangastaða á eigin vélum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins samþykkti stjórn IE þetta í október og sótt var um flugrekstrarleyfið skriflega í byrjun þessarar viku. IE og Astraeus eru bæði í eigu Fengs, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Astraeus leigir einnig mörgum öðrum flugfélögum vélar undir sín áætlunarflug. Á meðal viðskiptavina félagsins eru félög á borð við British Airways og stærsta flugfélag Evrópu, Easy Jet. Með því að IE hefji eigin flugrekstur verður að mestu skorið á tengsl félagsins við Astraeus. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Fengur hefði veitt IE rúmlega milljarðs króna hluthafalán á undanförnum vikum. Innspýtingin var til að bæta lausafjárstöðu félagsins. Hana þurfti að styrkja bæði til að IE hefði getu til að ráðast í kaup á flugvélum og til að mæta um 800 milljóna króna tapi sem nýjustu fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir að félagið muni skila á þessu ári. Fjárhagsáætlanir sem gerðar voru í byrjun árs höfðu gert ráð fyrir um 600 milljóna króna hagnaði. IE skuldar ekki fé til lánastofnana heldur eru skuldir félagsins nánast einvörðungu skammtímaviðskiptaskuldir, fyrirframinnheimtar tekjur og lán sem hluthafinn, Pálmi Haraldsson, hefur veitt því. Fjárhagsstaða félagsins er því góð þrátt fyrir taprekstur. Í síðustu viku var tilkynnt um að nýtt íslenskt flugfélag, Wow Air, muni hefja starfsemi næsta vor. Félagið er í meirihlutaeigu Títan fjárfestingarfélags. Eigandi þess er Skúli Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, framkvæmdastjóri Títan og Wow Air, og Matthías Imsland, fyrrum forstjóri IE. Þegar hefur verið greint frá því að Wow Air ætli sér að fljúga frá Íslandi til Evrópu og að samningur við stóran kanadískan flugrekanda um langtímaleigu á flugvélum séu á lokastigi. Félagið auglýsti eftir starfsfólki nýverið og sóttu um 600 manns um fjórar stjórnunarstöður og ótilgreindan fjölda af sumarstörfum flugliða. Til stendur að halda blaðamannafund í lok þessarar viku þar sem starfsemi Wow Air verður kynnt nánar og sagt frá því til hvaða áfangastaða félagið ætlar að fljúga. thordur@frettabladid.is Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Eigandinn Fengur, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, er eigandi Iceland Express. Félagið hefur sett rúman milljarð inn í flugfélagið á undanförnum vikum. Iceland Express (IE) hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Flugmálastjórnar Íslands og hyggst kaupa nýjan flota af flugvélum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að veiting flugrekstrarleyfis gæti tekið allt að fjórum mánuðum. Stefnt er að því að nýi flotinn verði kominn í gagnið 1. apríl á næsta ári. IE notar í dag vélar sem eru í eigu breska félagsins Astraeus í áætlunarflug sín. Gangi áætlanir IE eftir mun verða slitið á þau tengsl að mestu og IE fljúga til sinna áfangastaða á eigin vélum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins samþykkti stjórn IE þetta í október og sótt var um flugrekstrarleyfið skriflega í byrjun þessarar viku. IE og Astraeus eru bæði í eigu Fengs, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Astraeus leigir einnig mörgum öðrum flugfélögum vélar undir sín áætlunarflug. Á meðal viðskiptavina félagsins eru félög á borð við British Airways og stærsta flugfélag Evrópu, Easy Jet. Með því að IE hefji eigin flugrekstur verður að mestu skorið á tengsl félagsins við Astraeus. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Fengur hefði veitt IE rúmlega milljarðs króna hluthafalán á undanförnum vikum. Innspýtingin var til að bæta lausafjárstöðu félagsins. Hana þurfti að styrkja bæði til að IE hefði getu til að ráðast í kaup á flugvélum og til að mæta um 800 milljóna króna tapi sem nýjustu fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir að félagið muni skila á þessu ári. Fjárhagsáætlanir sem gerðar voru í byrjun árs höfðu gert ráð fyrir um 600 milljóna króna hagnaði. IE skuldar ekki fé til lánastofnana heldur eru skuldir félagsins nánast einvörðungu skammtímaviðskiptaskuldir, fyrirframinnheimtar tekjur og lán sem hluthafinn, Pálmi Haraldsson, hefur veitt því. Fjárhagsstaða félagsins er því góð þrátt fyrir taprekstur. Í síðustu viku var tilkynnt um að nýtt íslenskt flugfélag, Wow Air, muni hefja starfsemi næsta vor. Félagið er í meirihlutaeigu Títan fjárfestingarfélags. Eigandi þess er Skúli Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, framkvæmdastjóri Títan og Wow Air, og Matthías Imsland, fyrrum forstjóri IE. Þegar hefur verið greint frá því að Wow Air ætli sér að fljúga frá Íslandi til Evrópu og að samningur við stóran kanadískan flugrekanda um langtímaleigu á flugvélum séu á lokastigi. Félagið auglýsti eftir starfsfólki nýverið og sóttu um 600 manns um fjórar stjórnunarstöður og ótilgreindan fjölda af sumarstörfum flugliða. Til stendur að halda blaðamannafund í lok þessarar viku þar sem starfsemi Wow Air verður kynnt nánar og sagt frá því til hvaða áfangastaða félagið ætlar að fljúga. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira