Iceland Express ætlar að kaupa flugflota 3. nóvember 2011 10:00 Eigandinn Fengur, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, er eigandi Iceland Express. Félagið hefur sett rúman milljarð inn í flugfélagið á undanförnum vikum. Iceland Express (IE) hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Flugmálastjórnar Íslands og hyggst kaupa nýjan flota af flugvélum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að veiting flugrekstrarleyfis gæti tekið allt að fjórum mánuðum. Stefnt er að því að nýi flotinn verði kominn í gagnið 1. apríl á næsta ári. IE notar í dag vélar sem eru í eigu breska félagsins Astraeus í áætlunarflug sín. Gangi áætlanir IE eftir mun verða slitið á þau tengsl að mestu og IE fljúga til sinna áfangastaða á eigin vélum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins samþykkti stjórn IE þetta í október og sótt var um flugrekstrarleyfið skriflega í byrjun þessarar viku. IE og Astraeus eru bæði í eigu Fengs, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Astraeus leigir einnig mörgum öðrum flugfélögum vélar undir sín áætlunarflug. Á meðal viðskiptavina félagsins eru félög á borð við British Airways og stærsta flugfélag Evrópu, Easy Jet. Með því að IE hefji eigin flugrekstur verður að mestu skorið á tengsl félagsins við Astraeus. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Fengur hefði veitt IE rúmlega milljarðs króna hluthafalán á undanförnum vikum. Innspýtingin var til að bæta lausafjárstöðu félagsins. Hana þurfti að styrkja bæði til að IE hefði getu til að ráðast í kaup á flugvélum og til að mæta um 800 milljóna króna tapi sem nýjustu fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir að félagið muni skila á þessu ári. Fjárhagsáætlanir sem gerðar voru í byrjun árs höfðu gert ráð fyrir um 600 milljóna króna hagnaði. IE skuldar ekki fé til lánastofnana heldur eru skuldir félagsins nánast einvörðungu skammtímaviðskiptaskuldir, fyrirframinnheimtar tekjur og lán sem hluthafinn, Pálmi Haraldsson, hefur veitt því. Fjárhagsstaða félagsins er því góð þrátt fyrir taprekstur. Í síðustu viku var tilkynnt um að nýtt íslenskt flugfélag, Wow Air, muni hefja starfsemi næsta vor. Félagið er í meirihlutaeigu Títan fjárfestingarfélags. Eigandi þess er Skúli Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, framkvæmdastjóri Títan og Wow Air, og Matthías Imsland, fyrrum forstjóri IE. Þegar hefur verið greint frá því að Wow Air ætli sér að fljúga frá Íslandi til Evrópu og að samningur við stóran kanadískan flugrekanda um langtímaleigu á flugvélum séu á lokastigi. Félagið auglýsti eftir starfsfólki nýverið og sóttu um 600 manns um fjórar stjórnunarstöður og ótilgreindan fjölda af sumarstörfum flugliða. Til stendur að halda blaðamannafund í lok þessarar viku þar sem starfsemi Wow Air verður kynnt nánar og sagt frá því til hvaða áfangastaða félagið ætlar að fljúga. thordur@frettabladid.is Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Eigandinn Fengur, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, er eigandi Iceland Express. Félagið hefur sett rúman milljarð inn í flugfélagið á undanförnum vikum. Iceland Express (IE) hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Flugmálastjórnar Íslands og hyggst kaupa nýjan flota af flugvélum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að veiting flugrekstrarleyfis gæti tekið allt að fjórum mánuðum. Stefnt er að því að nýi flotinn verði kominn í gagnið 1. apríl á næsta ári. IE notar í dag vélar sem eru í eigu breska félagsins Astraeus í áætlunarflug sín. Gangi áætlanir IE eftir mun verða slitið á þau tengsl að mestu og IE fljúga til sinna áfangastaða á eigin vélum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins samþykkti stjórn IE þetta í október og sótt var um flugrekstrarleyfið skriflega í byrjun þessarar viku. IE og Astraeus eru bæði í eigu Fengs, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Astraeus leigir einnig mörgum öðrum flugfélögum vélar undir sín áætlunarflug. Á meðal viðskiptavina félagsins eru félög á borð við British Airways og stærsta flugfélag Evrópu, Easy Jet. Með því að IE hefji eigin flugrekstur verður að mestu skorið á tengsl félagsins við Astraeus. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Fengur hefði veitt IE rúmlega milljarðs króna hluthafalán á undanförnum vikum. Innspýtingin var til að bæta lausafjárstöðu félagsins. Hana þurfti að styrkja bæði til að IE hefði getu til að ráðast í kaup á flugvélum og til að mæta um 800 milljóna króna tapi sem nýjustu fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir að félagið muni skila á þessu ári. Fjárhagsáætlanir sem gerðar voru í byrjun árs höfðu gert ráð fyrir um 600 milljóna króna hagnaði. IE skuldar ekki fé til lánastofnana heldur eru skuldir félagsins nánast einvörðungu skammtímaviðskiptaskuldir, fyrirframinnheimtar tekjur og lán sem hluthafinn, Pálmi Haraldsson, hefur veitt því. Fjárhagsstaða félagsins er því góð þrátt fyrir taprekstur. Í síðustu viku var tilkynnt um að nýtt íslenskt flugfélag, Wow Air, muni hefja starfsemi næsta vor. Félagið er í meirihlutaeigu Títan fjárfestingarfélags. Eigandi þess er Skúli Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, framkvæmdastjóri Títan og Wow Air, og Matthías Imsland, fyrrum forstjóri IE. Þegar hefur verið greint frá því að Wow Air ætli sér að fljúga frá Íslandi til Evrópu og að samningur við stóran kanadískan flugrekanda um langtímaleigu á flugvélum séu á lokastigi. Félagið auglýsti eftir starfsfólki nýverið og sóttu um 600 manns um fjórar stjórnunarstöður og ótilgreindan fjölda af sumarstörfum flugliða. Til stendur að halda blaðamannafund í lok þessarar viku þar sem starfsemi Wow Air verður kynnt nánar og sagt frá því til hvaða áfangastaða félagið ætlar að fljúga. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira