Iceland Express ætlar að kaupa flugflota 3. nóvember 2011 10:00 Eigandinn Fengur, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, er eigandi Iceland Express. Félagið hefur sett rúman milljarð inn í flugfélagið á undanförnum vikum. Iceland Express (IE) hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Flugmálastjórnar Íslands og hyggst kaupa nýjan flota af flugvélum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að veiting flugrekstrarleyfis gæti tekið allt að fjórum mánuðum. Stefnt er að því að nýi flotinn verði kominn í gagnið 1. apríl á næsta ári. IE notar í dag vélar sem eru í eigu breska félagsins Astraeus í áætlunarflug sín. Gangi áætlanir IE eftir mun verða slitið á þau tengsl að mestu og IE fljúga til sinna áfangastaða á eigin vélum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins samþykkti stjórn IE þetta í október og sótt var um flugrekstrarleyfið skriflega í byrjun þessarar viku. IE og Astraeus eru bæði í eigu Fengs, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Astraeus leigir einnig mörgum öðrum flugfélögum vélar undir sín áætlunarflug. Á meðal viðskiptavina félagsins eru félög á borð við British Airways og stærsta flugfélag Evrópu, Easy Jet. Með því að IE hefji eigin flugrekstur verður að mestu skorið á tengsl félagsins við Astraeus. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Fengur hefði veitt IE rúmlega milljarðs króna hluthafalán á undanförnum vikum. Innspýtingin var til að bæta lausafjárstöðu félagsins. Hana þurfti að styrkja bæði til að IE hefði getu til að ráðast í kaup á flugvélum og til að mæta um 800 milljóna króna tapi sem nýjustu fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir að félagið muni skila á þessu ári. Fjárhagsáætlanir sem gerðar voru í byrjun árs höfðu gert ráð fyrir um 600 milljóna króna hagnaði. IE skuldar ekki fé til lánastofnana heldur eru skuldir félagsins nánast einvörðungu skammtímaviðskiptaskuldir, fyrirframinnheimtar tekjur og lán sem hluthafinn, Pálmi Haraldsson, hefur veitt því. Fjárhagsstaða félagsins er því góð þrátt fyrir taprekstur. Í síðustu viku var tilkynnt um að nýtt íslenskt flugfélag, Wow Air, muni hefja starfsemi næsta vor. Félagið er í meirihlutaeigu Títan fjárfestingarfélags. Eigandi þess er Skúli Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, framkvæmdastjóri Títan og Wow Air, og Matthías Imsland, fyrrum forstjóri IE. Þegar hefur verið greint frá því að Wow Air ætli sér að fljúga frá Íslandi til Evrópu og að samningur við stóran kanadískan flugrekanda um langtímaleigu á flugvélum séu á lokastigi. Félagið auglýsti eftir starfsfólki nýverið og sóttu um 600 manns um fjórar stjórnunarstöður og ótilgreindan fjölda af sumarstörfum flugliða. Til stendur að halda blaðamannafund í lok þessarar viku þar sem starfsemi Wow Air verður kynnt nánar og sagt frá því til hvaða áfangastaða félagið ætlar að fljúga. thordur@frettabladid.is Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Eigandinn Fengur, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, er eigandi Iceland Express. Félagið hefur sett rúman milljarð inn í flugfélagið á undanförnum vikum. Iceland Express (IE) hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Flugmálastjórnar Íslands og hyggst kaupa nýjan flota af flugvélum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að veiting flugrekstrarleyfis gæti tekið allt að fjórum mánuðum. Stefnt er að því að nýi flotinn verði kominn í gagnið 1. apríl á næsta ári. IE notar í dag vélar sem eru í eigu breska félagsins Astraeus í áætlunarflug sín. Gangi áætlanir IE eftir mun verða slitið á þau tengsl að mestu og IE fljúga til sinna áfangastaða á eigin vélum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins samþykkti stjórn IE þetta í október og sótt var um flugrekstrarleyfið skriflega í byrjun þessarar viku. IE og Astraeus eru bæði í eigu Fengs, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Astraeus leigir einnig mörgum öðrum flugfélögum vélar undir sín áætlunarflug. Á meðal viðskiptavina félagsins eru félög á borð við British Airways og stærsta flugfélag Evrópu, Easy Jet. Með því að IE hefji eigin flugrekstur verður að mestu skorið á tengsl félagsins við Astraeus. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Fengur hefði veitt IE rúmlega milljarðs króna hluthafalán á undanförnum vikum. Innspýtingin var til að bæta lausafjárstöðu félagsins. Hana þurfti að styrkja bæði til að IE hefði getu til að ráðast í kaup á flugvélum og til að mæta um 800 milljóna króna tapi sem nýjustu fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir að félagið muni skila á þessu ári. Fjárhagsáætlanir sem gerðar voru í byrjun árs höfðu gert ráð fyrir um 600 milljóna króna hagnaði. IE skuldar ekki fé til lánastofnana heldur eru skuldir félagsins nánast einvörðungu skammtímaviðskiptaskuldir, fyrirframinnheimtar tekjur og lán sem hluthafinn, Pálmi Haraldsson, hefur veitt því. Fjárhagsstaða félagsins er því góð þrátt fyrir taprekstur. Í síðustu viku var tilkynnt um að nýtt íslenskt flugfélag, Wow Air, muni hefja starfsemi næsta vor. Félagið er í meirihlutaeigu Títan fjárfestingarfélags. Eigandi þess er Skúli Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, framkvæmdastjóri Títan og Wow Air, og Matthías Imsland, fyrrum forstjóri IE. Þegar hefur verið greint frá því að Wow Air ætli sér að fljúga frá Íslandi til Evrópu og að samningur við stóran kanadískan flugrekanda um langtímaleigu á flugvélum séu á lokastigi. Félagið auglýsti eftir starfsfólki nýverið og sóttu um 600 manns um fjórar stjórnunarstöður og ótilgreindan fjölda af sumarstörfum flugliða. Til stendur að halda blaðamannafund í lok þessarar viku þar sem starfsemi Wow Air verður kynnt nánar og sagt frá því til hvaða áfangastaða félagið ætlar að fljúga. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira