Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður selji meira

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Þór segir að víða á landsbyggðinni veigri fólk sér við því að byggja því bygggingarkostnaður sé hærri en markaðsverð íbúða. En Ibúðalánasjóður geti selt íbúðir í eigu sjóðsins.
Guðlaugur Þór segir að víða á landsbyggðinni veigri fólk sér við því að byggja því bygggingarkostnaður sé hærri en markaðsverð íbúða. En Ibúðalánasjóður geti selt íbúðir í eigu sjóðsins. vísir/vilhelm
Það þarf að ganga vasklegar fram i því að selja íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns. Á fundi fjárlaganefndar í síðustu viku kom fram að um 1523 íbúðir eru í eigu sjóðsins. Hann telur að menn hafi markvisst verið að halda uppi verði á fasteignum uppi með því að halda eftir óseldum eignum.

„En þegar þú ert búinn að hafa autt húsnæðið í ákveðið langan tíma, að þá hefur það áhrif á húsnæðið. Það  fer í niðurníðslu og þá lækkar þú markaðsvirðið á öllu svæðinu. Af því að ef þú átt húsnæði einhversstaðar þá viltu ekki hafa húsnæði i kringum þig sem er mjög illa farið,‟ segir hann.

Smelltu á myndina til að sjá hana skýrari.
Guðlaugur bendir á að á mörgum stöðum úti á landi vantar húsnæði. „Fólk veigrar sér við því að byggja af augljósum ástæðum. Það er bara út af því að þar er markaðsverðið lægra en byggingarverðmætið. Hins vegar ertu með opinberan banka sem á húsnæði sem er oft á tíðum autt,‟ segir Guðlaugur. Málið sé einfalt. Íbúðalánasjóður eigi að selja fleiri eignir og þar með lækki íbúðaverð. Hann bendir líka á að Íbúðalánasjóður þurfi að standa skil á kostnaði vegna óseldra eigna. „Og því lengra sem við bíðum með að selja því meiri verður beinn og óbeinn kostnaður.‟

Guðlaugur Þór segist ekki hafa orðið var við tregðu hjá Íbúðalánasjóði til að selja. Sérstaklega ekki hjá nýjum stjórnendum sjóðsins. „Það er ráðuneytið sem þarf að taka ákvörðun um þetta,‟ segir Guðlaugur og vísar þar til velferðarráðuneytisins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×