Íbúðalánasjóður ónýtur í núverandi mynd að mati AGS Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. maí 2015 20:49 Íbúðalánasjóður í núverandi mynd er ónýtur og stjórnvöld ættu að stöðva nýjar lánveitingar sjóðsins og láta hann einbeita sér að því að gera upp skuldir sínar áður en nýtt fyrirkomulag húsnæðismála er tekið upp. Þetta er mat sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nú hér á landi í tengslum við sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins. Í yfirlýsingu sjóðsins segir að samkomulag þurfi að nást um nýja stefnu í húsnæðismálum og láta lánasafn Íbúðalánasjóðs renna út. Hugsunin á bak við þetta er að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. „Viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs er brostið. Ég held að það sé viðurkennt að það sé brostið. Það sem við eigum við með því er að Íbúðalánasjóður ætti að hætta útlánum. Hann ætti að gera upp lán sín og skuldir með tímanum. Um leið er mjög mikilvægt að einhver stofnun eða áætlun komi í staðinn,“ segir Peter Dohlman formaður sendinefndar AGS fyrir Ísland. Vandamálið er hins vegar að engin stefna liggur fyrir um hvað komi í staðinn fyrir Íbúðalánasjóð. Skýrsla um framtíðarskipan húsnæðismála var kynnt í maí 2014. Ekkert frumvarp um framtíðarmálefni Íbúðalánasjóðs hefur komið frá félags- og húsnæðismálaráðherra eins og boðað hafði verið eftir að skýrslan kom út. Starfsemi sjóðsins hefur nú þegar dregist mikið saman. Að sögn Sigurðar Erlingssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hafa lánveitingar sjóðsins dregist saman um þriðjung á hverju ári undanfarin fjögur ár. Síðustu mánuði hefur sjóðurinn verið að lána mjög lítið. Sigurður, sem lét af störfum um síðustu mánaðarmót, sagði að skýringin væri aðallega hörð samkeppni um lánveitingar frá bönkunum. Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira
Íbúðalánasjóður í núverandi mynd er ónýtur og stjórnvöld ættu að stöðva nýjar lánveitingar sjóðsins og láta hann einbeita sér að því að gera upp skuldir sínar áður en nýtt fyrirkomulag húsnæðismála er tekið upp. Þetta er mat sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nú hér á landi í tengslum við sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins. Í yfirlýsingu sjóðsins segir að samkomulag þurfi að nást um nýja stefnu í húsnæðismálum og láta lánasafn Íbúðalánasjóðs renna út. Hugsunin á bak við þetta er að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. „Viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs er brostið. Ég held að það sé viðurkennt að það sé brostið. Það sem við eigum við með því er að Íbúðalánasjóður ætti að hætta útlánum. Hann ætti að gera upp lán sín og skuldir með tímanum. Um leið er mjög mikilvægt að einhver stofnun eða áætlun komi í staðinn,“ segir Peter Dohlman formaður sendinefndar AGS fyrir Ísland. Vandamálið er hins vegar að engin stefna liggur fyrir um hvað komi í staðinn fyrir Íbúðalánasjóð. Skýrsla um framtíðarskipan húsnæðismála var kynnt í maí 2014. Ekkert frumvarp um framtíðarmálefni Íbúðalánasjóðs hefur komið frá félags- og húsnæðismálaráðherra eins og boðað hafði verið eftir að skýrslan kom út. Starfsemi sjóðsins hefur nú þegar dregist mikið saman. Að sögn Sigurðar Erlingssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hafa lánveitingar sjóðsins dregist saman um þriðjung á hverju ári undanfarin fjögur ár. Síðustu mánuði hefur sjóðurinn verið að lána mjög lítið. Sigurður, sem lét af störfum um síðustu mánaðarmót, sagði að skýringin væri aðallega hörð samkeppni um lánveitingar frá bönkunum.
Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira