Íbúafundurinn: „Þið eruð hyski!“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2013 13:28 Íbúafundurinn í Grafarvogi í gær hefur verið til umræðu eftir að borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, lýsti einelti og ofbeldi sem hann hefði verið beittur af nokkrum fundargestanna. Fundurinn var tekinn upp á myndband af fagstjóra fjölmiðladeildar Flensborgarskólans, Halldóri Árna Sveinssyni, í tengslum við nýjan samfélagsvef deildarinnar. „Vissulega upplifði ég æsing og dónaskap - mikinn dónaskap. Ég held að menn hafi algjörlega farið fram úr sér í því," segir Halldór, en hann hefur sent út sveitastjórnarfundi og almenna borgarafundi í meira en aldarfjórðung. „Það falla mjög þung orð þarna. Til dæmis var þarna fundarmaður sem kallaði borgarstjórnina hyski," bætir Halldór við, en segir fundinn í gær þó ekki vera einsdæmi. „Það er fullyrt að hann hafi ekki viljað svara fundarmönnum. Ég er búinn að vera viðstaddur alla þessa fundi, og fundarformið hefur verið það að hann hefur tekið til máls í byrjun fundar, en ekki aftur fyrr en að loknum fyrirspurnum. Það er bara della að hann vilji ekki svara mönnum." Halldór vonast til þess að geta sett myndskeiðið á vefinn síðar í dag, en hann vinnur að samfélagsvefnum Netsamfelag.is sem opnar formlega í næstu viku. Hann segist sjá sig knúinn til að setja upptökuna á vefinn strax, svo fólk geti sjálft dæmt um hvað gerðist á fundinum.Fjölmennt var á fundinum í gær.Mynd/VG„Við sitjum ekki undir svona" Sólver Sólversson, einn fundargesta og íbúi í Grafarvogi, tekur í sama streng og segir dónaskap ákveðinna fundarmanna hafa verið gríðarlegan. Hann segist aldrei hafa skammast sín fyrir að vera Grafarvogsbúi fyrr en í gær. Þá hafi verið nokkuð um að menn virtu ekki fundarsköp, og nefnir Sólver þeirra á meðal Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóra Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. „Það var klapplið þarna, það var alveg greinilegt. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki staðið upp og sagt eitthvað. Ég var bara svo orðlaus," segir Sólver, sem kaus ekki Besta flokkinn á sínum tíma en segist sjá eftir því í dag. „Fundarstjóri tók það skýrt fram að spurningum beint til borgarstjóra yrði svarað eftir að búið væri að taka við öllum fyrirspurnum, og einhverjir voru mjög óánægðir með það. En spurningunum var svarað." Þá sat fundarstjóri undir svívirðingum að sögn Sólvers og hafi einn fundarmanna verið sérstaklega dónalegur. Hann hafi látið öllum illum látum og ekki viljað gefa fundarstjóra kost á að hleypa öðrum að. „Hann hafði ómerkilegar athugasemdir um þá er héldu fundinn, fullyrti fyrir munn Grafarvogsbúa, og gekk svo langt að reyna að æsa aðra fundargesti til að setja fundarstjóra af, eftir að hann lýsti á hann frati. Svo beindi hann orðum sínum að panelnum og sagði: „Þið eruð hyski!" Heldri kona, íbúi í Grafarvogi, var þó nægilega sjóuð til að segja: „Við sitjum ekki undir svona." Tengdar fréttir Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44 Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Íbúafundurinn í Grafarvogi í gær hefur verið til umræðu eftir að borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, lýsti einelti og ofbeldi sem hann hefði verið beittur af nokkrum fundargestanna. Fundurinn var tekinn upp á myndband af fagstjóra fjölmiðladeildar Flensborgarskólans, Halldóri Árna Sveinssyni, í tengslum við nýjan samfélagsvef deildarinnar. „Vissulega upplifði ég æsing og dónaskap - mikinn dónaskap. Ég held að menn hafi algjörlega farið fram úr sér í því," segir Halldór, en hann hefur sent út sveitastjórnarfundi og almenna borgarafundi í meira en aldarfjórðung. „Það falla mjög þung orð þarna. Til dæmis var þarna fundarmaður sem kallaði borgarstjórnina hyski," bætir Halldór við, en segir fundinn í gær þó ekki vera einsdæmi. „Það er fullyrt að hann hafi ekki viljað svara fundarmönnum. Ég er búinn að vera viðstaddur alla þessa fundi, og fundarformið hefur verið það að hann hefur tekið til máls í byrjun fundar, en ekki aftur fyrr en að loknum fyrirspurnum. Það er bara della að hann vilji ekki svara mönnum." Halldór vonast til þess að geta sett myndskeiðið á vefinn síðar í dag, en hann vinnur að samfélagsvefnum Netsamfelag.is sem opnar formlega í næstu viku. Hann segist sjá sig knúinn til að setja upptökuna á vefinn strax, svo fólk geti sjálft dæmt um hvað gerðist á fundinum.Fjölmennt var á fundinum í gær.Mynd/VG„Við sitjum ekki undir svona" Sólver Sólversson, einn fundargesta og íbúi í Grafarvogi, tekur í sama streng og segir dónaskap ákveðinna fundarmanna hafa verið gríðarlegan. Hann segist aldrei hafa skammast sín fyrir að vera Grafarvogsbúi fyrr en í gær. Þá hafi verið nokkuð um að menn virtu ekki fundarsköp, og nefnir Sólver þeirra á meðal Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóra Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. „Það var klapplið þarna, það var alveg greinilegt. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki staðið upp og sagt eitthvað. Ég var bara svo orðlaus," segir Sólver, sem kaus ekki Besta flokkinn á sínum tíma en segist sjá eftir því í dag. „Fundarstjóri tók það skýrt fram að spurningum beint til borgarstjóra yrði svarað eftir að búið væri að taka við öllum fyrirspurnum, og einhverjir voru mjög óánægðir með það. En spurningunum var svarað." Þá sat fundarstjóri undir svívirðingum að sögn Sólvers og hafi einn fundarmanna verið sérstaklega dónalegur. Hann hafi látið öllum illum látum og ekki viljað gefa fundarstjóra kost á að hleypa öðrum að. „Hann hafði ómerkilegar athugasemdir um þá er héldu fundinn, fullyrti fyrir munn Grafarvogsbúa, og gekk svo langt að reyna að æsa aðra fundargesti til að setja fundarstjóra af, eftir að hann lýsti á hann frati. Svo beindi hann orðum sínum að panelnum og sagði: „Þið eruð hyski!" Heldri kona, íbúi í Grafarvogi, var þó nægilega sjóuð til að segja: „Við sitjum ekki undir svona."
Tengdar fréttir Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44 Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44
Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03