Hyggst gera stórmynd um skipskaða Suðurlandsins Llinda Blöndal skrifar 20. febrúar 2015 20:45 Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframeiðandi í Hollywood og Óttar Sveinsson, höfundur Útkallsbókanna. Mynd/Stöð 2 Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur keypt kvikmyndaréttinn af bókinni Útkall í Atlantshafi á jólanótt. Þar er greint frá hinum hrikalegu örlögum flutningaskipsins Suðurland og áhöfn þess þar sem sex menn fórust. Stöð 2 hitti Sigurjón og Óttar Sveinsson, höfund bókarinnar, á Grandanum við Reykjavíkurhöfn, einmitt við þann stað sem útkallið barst um árið. Þar var björgunaraðgerðum stjórnað frá húsi Landsbjargar. Hrikaleg barátta í sjónumMyndin mun byggja á bók Óttars sem út kom árið 1999. Fimm skipbrotsmenn af Suðurlandi lýsa þar hrikalegri baráttu í gúmmíbát í meira en hálfan sólarhring eftir að skip þeirra sökk á milli Íslands og Noregs á jólanótt árið 1986. Mennirnir börðust í stormi og myrkri við úthafsöldurnar. Ellefu voru í áhöfn, átta náðu í björgunarbátinn þar sem þrír höfðu það síðan ekki af. Margt bendir til að skipið hafi verið tekið niður af sovéskum eða jafnvel breskum kafbáti. Of ótrúleg saga Sigurjón segir þetta svo sterka og áhrifamikla sögu að allir geti sett sig í spor mannanna sem lentu í slysinu. „Á ögurstund er líklega hverri persónu lýst best,“ segir Sigurjón. „Svo eru ýmsar aðrar ástæður sem gera þetta að spennandi kvikmyndaefni. Þetta er náttúrulega myndrænt og svo gerist þetta á jólanótt. Ef maður byggi þessa sögu til myndu allir segja að þetta væri afar fín mynd en þetta gæti aldrei hafa gerst.“Sjá einnig: Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016Margt gerist á fjórtán tímum Óttar segist hafa séð atburðinn fyrir sér á hvíta tjaldinu. „Já, maður gat alveg séð þetta fyrir sér. Þegar svo langur tími líður frá því slysið á sér stað, eitthvað um miðnætti, og þar til björgunin á sér stað. Þetta eru fjórtán klukkustundir og á þeim tíma gerist svo margt. Þarna eru menn að berjast fyrir lífi sínu og týna tölunni og margt að gerast annars staðar líka,“ sagði Óttar. Björgunarskipið var danskt og kom frá Færeyjum þar sem það var statt og með ógnarhraða var lagt af stað í björgun á aðfangadagskvöld. Verður að vera stórmynd Mikið verk er þó óunnið áður kvikmynd verður tilbúin en Óttar og Sigurjón hafa undirbúið gerð myndarinnar í tvö og hálft ár. Fimm ár gætu liðið þar til kvikmyndað verður. „Það tekur náttúrlega langan tíma að koma myndum á hvíta tjaldið, ekki síst stórmyndum,“ segir Sigurjón. „Þetta er flókin mynd í framleiðslu og getur ekki orðið annað en stórmynd og dýr mynd. En mesta töfin er að bíða eftir því að handritið verði nógu gott svo þú farir í tökur.“ Óttar mun vinna að handritinu einnig, enda þekkir hann söguna best segir Sigurjón og því best að nota hans krafta. Sjá einnig: Vilja vita hvað raunverulega gekk áAnnt um minningu fólksins Ekki er í raun svo langt síðan Suðurlandið fórst og mun því kvikmynd um skipskaðann höfða sterkt til margra eftirlifandi ættingja og áhafnarmanna sem enn lifa. „Manni er annt um að halda minningu þessa fólks á lofti,“ segir Óttar. Íslenska kvikmyndafyrirtækið Elf films gerði þessu skil í heimildarkvikmynd sem sýnd var síðustu jól á Stöð tvö og nefnist „Höggið.“ Sjá má brot úr myndinni í frétt Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00 Vilja fá að vita hvað raunverulega gekk á Mikilvægt er fyrir aðstandendur að fá að vita orsakir þess að Suðurlandið fórst djúpt norður í Atlantshafi á jólanótt fyrir 28 árum. 16. janúar 2015 08:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur keypt kvikmyndaréttinn af bókinni Útkall í Atlantshafi á jólanótt. Þar er greint frá hinum hrikalegu örlögum flutningaskipsins Suðurland og áhöfn þess þar sem sex menn fórust. Stöð 2 hitti Sigurjón og Óttar Sveinsson, höfund bókarinnar, á Grandanum við Reykjavíkurhöfn, einmitt við þann stað sem útkallið barst um árið. Þar var björgunaraðgerðum stjórnað frá húsi Landsbjargar. Hrikaleg barátta í sjónumMyndin mun byggja á bók Óttars sem út kom árið 1999. Fimm skipbrotsmenn af Suðurlandi lýsa þar hrikalegri baráttu í gúmmíbát í meira en hálfan sólarhring eftir að skip þeirra sökk á milli Íslands og Noregs á jólanótt árið 1986. Mennirnir börðust í stormi og myrkri við úthafsöldurnar. Ellefu voru í áhöfn, átta náðu í björgunarbátinn þar sem þrír höfðu það síðan ekki af. Margt bendir til að skipið hafi verið tekið niður af sovéskum eða jafnvel breskum kafbáti. Of ótrúleg saga Sigurjón segir þetta svo sterka og áhrifamikla sögu að allir geti sett sig í spor mannanna sem lentu í slysinu. „Á ögurstund er líklega hverri persónu lýst best,“ segir Sigurjón. „Svo eru ýmsar aðrar ástæður sem gera þetta að spennandi kvikmyndaefni. Þetta er náttúrulega myndrænt og svo gerist þetta á jólanótt. Ef maður byggi þessa sögu til myndu allir segja að þetta væri afar fín mynd en þetta gæti aldrei hafa gerst.“Sjá einnig: Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016Margt gerist á fjórtán tímum Óttar segist hafa séð atburðinn fyrir sér á hvíta tjaldinu. „Já, maður gat alveg séð þetta fyrir sér. Þegar svo langur tími líður frá því slysið á sér stað, eitthvað um miðnætti, og þar til björgunin á sér stað. Þetta eru fjórtán klukkustundir og á þeim tíma gerist svo margt. Þarna eru menn að berjast fyrir lífi sínu og týna tölunni og margt að gerast annars staðar líka,“ sagði Óttar. Björgunarskipið var danskt og kom frá Færeyjum þar sem það var statt og með ógnarhraða var lagt af stað í björgun á aðfangadagskvöld. Verður að vera stórmynd Mikið verk er þó óunnið áður kvikmynd verður tilbúin en Óttar og Sigurjón hafa undirbúið gerð myndarinnar í tvö og hálft ár. Fimm ár gætu liðið þar til kvikmyndað verður. „Það tekur náttúrlega langan tíma að koma myndum á hvíta tjaldið, ekki síst stórmyndum,“ segir Sigurjón. „Þetta er flókin mynd í framleiðslu og getur ekki orðið annað en stórmynd og dýr mynd. En mesta töfin er að bíða eftir því að handritið verði nógu gott svo þú farir í tökur.“ Óttar mun vinna að handritinu einnig, enda þekkir hann söguna best segir Sigurjón og því best að nota hans krafta. Sjá einnig: Vilja vita hvað raunverulega gekk áAnnt um minningu fólksins Ekki er í raun svo langt síðan Suðurlandið fórst og mun því kvikmynd um skipskaðann höfða sterkt til margra eftirlifandi ættingja og áhafnarmanna sem enn lifa. „Manni er annt um að halda minningu þessa fólks á lofti,“ segir Óttar. Íslenska kvikmyndafyrirtækið Elf films gerði þessu skil í heimildarkvikmynd sem sýnd var síðustu jól á Stöð tvö og nefnist „Höggið.“ Sjá má brot úr myndinni í frétt Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00 Vilja fá að vita hvað raunverulega gekk á Mikilvægt er fyrir aðstandendur að fá að vita orsakir þess að Suðurlandið fórst djúpt norður í Atlantshafi á jólanótt fyrir 28 árum. 16. janúar 2015 08:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Trúnaðarskjöl Breta gætu opinberast 2016 Leynd sem hvílir yfir gögnum breska flotans um kafbátaferðir sjóhersins á jólanótt 1986 þegar Suðurlandið fórst gæti verið aflétt í lok árs 2016. 14. janúar 2015 07:00
Vilja fá að vita hvað raunverulega gekk á Mikilvægt er fyrir aðstandendur að fá að vita orsakir þess að Suðurlandið fórst djúpt norður í Atlantshafi á jólanótt fyrir 28 árum. 16. janúar 2015 08:45