Hvað gera sálfræðingar sem starfa í sérfræðiþjónustu? Edda Sif Gunnarsdóttir, Sandra Guðlaug Zarif og Kristbjörg Þórisdóttir og Tryggvi Ingason skrifa 13. mars 2014 07:00 Hjá Reykjavíkurborg starfa rúmlega þrjátíu sálfræðingar sem sinna sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla borgarinnar á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Starfið er afar margbreytilegt en felur í megindráttum í sér skimun, greiningu, ráðgjöf, fræðslu, stuðning, hópmeðferð, eftirfylgd og aðra aðkomu vegna vanda barna í leik- og grunnskólum. Þjónustumiðstöðvar borgarinnar eru opnar öllum íbúum og þangað geta allir foreldrar og starfsfólk sent inn erindi þegar áhyggjur af barni vakna. Á þjónustumiðstöðvunum er hvert erindi metið vandlega enda mikilvægt að þau séu afgreidd með réttum hætti. Stundum þarf tiltölulega lítið að gera til að leysa vanda en oft á tíðum er um mjög flókin mál að ræða sem krefjast mikillar sérfræðiþekkingar sálfræðinga. Unnið er í nánu samstarfi við barnið, foreldra, starfsfólk skóla, ýmsa sérfræðinga og aðra oft yfir mjög langan tíma. Stundum þarf að vísa máli barnsins áfram t.d. á Greiningarstöð ríkisins, Barna- og unglingageðdeild, Þroska- og hegðunarstöð, til sjálfstætt starfandi barnalæknis eða á aðrar viðkomandi stofnanir.Greiningar og stuðningur Sálfræðingar sinna einnig endurmati vegna barna sem þegar hafa fengið greiningu en þurfa endurmat á einkennum sínum að vissum tíma liðnum eða vegna beiðni ýmissa aðila svo sem annars fagfólks. Greiningar á hegðunarvanda og geðrænum vanda barna og unglinga eru alltaf töluvert í umræðunni og ekki að ósekju. Þær eru tímafrekar enda þarf mjög að vanda til verka og margir að koma að. Ekki er nóg að greina vanda barnsins því mestu máli skiptir fyrir barnið sjálft að það fái réttan stuðning í kjölfarið. Vönduð og ítarleg greining á flóknum vanda er forsenda þess að hægt sé að veita barninu sem besta viðeigandi þjónustu í kjölfarið en oft er hægt að styðja börn með almennari leiðum þangað til hún liggur fyrir. Í báðum tilvikum sinna sálfræðingar í sérfræðiþjónustu mikilvægu og víðtæku ráðgjafarhlutverki fyrir hina ýmsu aðila eins og starfsfólk skóla, foreldra og börnin sjálf. Einnig sjá sálfræðingar um að halda hópnámskeið fyrir börn og foreldra þeirra til þess að veita fræðslu og hópmeðferð vegna ýmiss konar vanda eins og til dæmis kvíða eða þunglyndi eða kenna gagnreyndar uppeldisaðferðir. Sálfræðingar sinna einnig mörgum bráðamálum í hverjum mánuði þar sem bregðast þarf tafarlaust við vegna alvarlegs vanda unglinga eða barna. Sá vandi gæti t.d. stafað af ýmiss konar áhættuhegðun, neyslu, sjálfsskaða, slakri skólasókn eða áföllum. Þetta eru einungis helstu verkefni okkar því ekki er hægt að telja þau öll upp í svo stuttum pistli.Gífurleg aukning mála Við sem störfum við sérfræðiþjónustu gegnum afar fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Eins og víða hefur álag í starfi okkar aukist verulega undanfarin ár, fjöldi mála hefur aukist gífurlega, fleiri mál eru mjög alvarleg, krafan um sífellt víðtækari sérfræðiþekkingu eykst stöðugt og í kjölfar þess að aðrar stofnanir hafa takmarkað aðgengi að sér hefur álagið aukist á okkur sem störfum í framlínunni. Við gerum okkur grein fyrir því að ábyrgð okkar er gríðarleg enda erum við oft fyrsti sérfræðingurinn sem kemur að máli barnsins, greinir vanda þess og höfum úrslitaáhrif um afdrif þess. Það getur haft ómæld áhrif á farsæld og lífshlaup þess barns og fjölskyldu þess sem við veitum þjónustu hverju sinni. Þessi mikla ábyrgð og flókið hlutverk okkar er því miður í hrópandi ósamræmi við það sem við fáum greitt fyrir störf okkar og það þykir okkur mjög miður. Það hefur leitt til þess að gott og reynslumikið fólk hefur horfið frá störfum hjá Reykjavíkurborg til annarra og betur launaðra starfa. Þessu viljum við breyta. Við viljum að laun okkar endurspegli það mikilvæga hlutverk sem við gegnum þannig að í þessi vandasömu störf veljist einungis afar hæft fólk sem getur unað hag sínum vel um langa tíð í öflugri stétt sálfræðinga við sérfræðiþjónustu skóla. Við eigum að bjóða börnunum okkar upp á það besta sem völ er á. Þau eru framtíðin og það er okkur öllum í hag að sú framtíð verði sem björtust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg starfa rúmlega þrjátíu sálfræðingar sem sinna sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla borgarinnar á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Starfið er afar margbreytilegt en felur í megindráttum í sér skimun, greiningu, ráðgjöf, fræðslu, stuðning, hópmeðferð, eftirfylgd og aðra aðkomu vegna vanda barna í leik- og grunnskólum. Þjónustumiðstöðvar borgarinnar eru opnar öllum íbúum og þangað geta allir foreldrar og starfsfólk sent inn erindi þegar áhyggjur af barni vakna. Á þjónustumiðstöðvunum er hvert erindi metið vandlega enda mikilvægt að þau séu afgreidd með réttum hætti. Stundum þarf tiltölulega lítið að gera til að leysa vanda en oft á tíðum er um mjög flókin mál að ræða sem krefjast mikillar sérfræðiþekkingar sálfræðinga. Unnið er í nánu samstarfi við barnið, foreldra, starfsfólk skóla, ýmsa sérfræðinga og aðra oft yfir mjög langan tíma. Stundum þarf að vísa máli barnsins áfram t.d. á Greiningarstöð ríkisins, Barna- og unglingageðdeild, Þroska- og hegðunarstöð, til sjálfstætt starfandi barnalæknis eða á aðrar viðkomandi stofnanir.Greiningar og stuðningur Sálfræðingar sinna einnig endurmati vegna barna sem þegar hafa fengið greiningu en þurfa endurmat á einkennum sínum að vissum tíma liðnum eða vegna beiðni ýmissa aðila svo sem annars fagfólks. Greiningar á hegðunarvanda og geðrænum vanda barna og unglinga eru alltaf töluvert í umræðunni og ekki að ósekju. Þær eru tímafrekar enda þarf mjög að vanda til verka og margir að koma að. Ekki er nóg að greina vanda barnsins því mestu máli skiptir fyrir barnið sjálft að það fái réttan stuðning í kjölfarið. Vönduð og ítarleg greining á flóknum vanda er forsenda þess að hægt sé að veita barninu sem besta viðeigandi þjónustu í kjölfarið en oft er hægt að styðja börn með almennari leiðum þangað til hún liggur fyrir. Í báðum tilvikum sinna sálfræðingar í sérfræðiþjónustu mikilvægu og víðtæku ráðgjafarhlutverki fyrir hina ýmsu aðila eins og starfsfólk skóla, foreldra og börnin sjálf. Einnig sjá sálfræðingar um að halda hópnámskeið fyrir börn og foreldra þeirra til þess að veita fræðslu og hópmeðferð vegna ýmiss konar vanda eins og til dæmis kvíða eða þunglyndi eða kenna gagnreyndar uppeldisaðferðir. Sálfræðingar sinna einnig mörgum bráðamálum í hverjum mánuði þar sem bregðast þarf tafarlaust við vegna alvarlegs vanda unglinga eða barna. Sá vandi gæti t.d. stafað af ýmiss konar áhættuhegðun, neyslu, sjálfsskaða, slakri skólasókn eða áföllum. Þetta eru einungis helstu verkefni okkar því ekki er hægt að telja þau öll upp í svo stuttum pistli.Gífurleg aukning mála Við sem störfum við sérfræðiþjónustu gegnum afar fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Eins og víða hefur álag í starfi okkar aukist verulega undanfarin ár, fjöldi mála hefur aukist gífurlega, fleiri mál eru mjög alvarleg, krafan um sífellt víðtækari sérfræðiþekkingu eykst stöðugt og í kjölfar þess að aðrar stofnanir hafa takmarkað aðgengi að sér hefur álagið aukist á okkur sem störfum í framlínunni. Við gerum okkur grein fyrir því að ábyrgð okkar er gríðarleg enda erum við oft fyrsti sérfræðingurinn sem kemur að máli barnsins, greinir vanda þess og höfum úrslitaáhrif um afdrif þess. Það getur haft ómæld áhrif á farsæld og lífshlaup þess barns og fjölskyldu þess sem við veitum þjónustu hverju sinni. Þessi mikla ábyrgð og flókið hlutverk okkar er því miður í hrópandi ósamræmi við það sem við fáum greitt fyrir störf okkar og það þykir okkur mjög miður. Það hefur leitt til þess að gott og reynslumikið fólk hefur horfið frá störfum hjá Reykjavíkurborg til annarra og betur launaðra starfa. Þessu viljum við breyta. Við viljum að laun okkar endurspegli það mikilvæga hlutverk sem við gegnum þannig að í þessi vandasömu störf veljist einungis afar hæft fólk sem getur unað hag sínum vel um langa tíð í öflugri stétt sálfræðinga við sérfræðiþjónustu skóla. Við eigum að bjóða börnunum okkar upp á það besta sem völ er á. Þau eru framtíðin og það er okkur öllum í hag að sú framtíð verði sem björtust.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar