Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. janúar 2017 07:00 Lögreglumenn á vakt fyrir utan moskuna í Quebec í gær, daginn eftir að sex manns voru myrtir þar. vísir/epa Sex manns á aldrinum 35 til 70 ára létu lífið og sautján til viðbótar særðust í skotárás á mosku í Quebec-borg í Kanada á sunnudagskvöldið. Fimm hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Tveir moru upprunalega handteknir en þeir heita Alexandre Bissonette og Mohamed El Khadir. Kanadískir fjölmiðlar höfðu eftir óstaðfestum heimildum að þeir væru námsmenn við Laval-háskólann í Quebec, skammt frá moskunni. Khadir var svo sleppt og lögreglan segir hann hafa verið vitni en ekki árásarmann.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada „Tilefnið er af hugmyndafræðilegum, trúarlegum eða pólitískum toga,“ sagði Martin Plante, yfirmaður í kanadísku lögreglunni, við fjölmiðla í gær, og sagði málið rannsakað sem hryðjuverk. Í fyrstu var talið að þriðji maðurinn hefði komist undan, en síðar sagðist lögreglan ekki lengur á þeirri skoðun. Lögreglan hugðist yfirheyra þá seint í gær. Auk hinna látnu og særðu voru 39 manns í moskunni sem sluppu ómeiddir. Þeir hafa sumir tjáð sig við fjölmiðla og segja mennina hafa verið kaldrifjaða og greinilega kunnáttumenn í meðferð skotvopna. Árásin var gerð stuttu fyrir klukkan átta að kvöldi að staðartíma. Um klukkan 7.55 tóku að berast símtöl frá moskunni til neyðarlínunnar. Justin Trudeau forsætisráðherra segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Fjöldi fólks kom saman í kanadísku borgunum Quebec og Montreal í gær til að sýna samstöðu með þeim sem urðu fyrir árásinni. „Við fordæmum þessa hryðjuverkaárás á múslima í þessum griðastað og trúarmiðstöð,“ sagði Trudeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér. „Kanadískir múslimar eru mikilvægur hluti af þjóðarheildinni og þessi fólskuverk eiga ekki heima í samfélögum okkar, borgum og sveitum.“ Í júní á síðasta ári var framinn hatursglæpur gegn moskunni þegar haus af svíni var skilinn eftir fyrir utan hana. Svínshausinn var vafinn inn í pappír og með fylgdi miði þar sem á stóð: „Bon appétit“ eða „verði ykkur að góðu“. Múslimar borða ekki svínakjöt af trúarlegum ástæðum. Þá bárust einnig fréttir af því að í gær hafi moska í bænum Corpus Christi í Texas í Bandaríkjunum eyðilagst í eldi. Ekki var ljóst í gær hvað varð til þess að eldurinn kviknaði, en þetta var þriðja moskan í Bandaríkjunum sem skemmist í eldi á innan við mánuði. Ljóst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða í að minnsta kosti einum þessara moskubruna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Sjá meira
Sex manns á aldrinum 35 til 70 ára létu lífið og sautján til viðbótar særðust í skotárás á mosku í Quebec-borg í Kanada á sunnudagskvöldið. Fimm hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Tveir moru upprunalega handteknir en þeir heita Alexandre Bissonette og Mohamed El Khadir. Kanadískir fjölmiðlar höfðu eftir óstaðfestum heimildum að þeir væru námsmenn við Laval-háskólann í Quebec, skammt frá moskunni. Khadir var svo sleppt og lögreglan segir hann hafa verið vitni en ekki árásarmann.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada „Tilefnið er af hugmyndafræðilegum, trúarlegum eða pólitískum toga,“ sagði Martin Plante, yfirmaður í kanadísku lögreglunni, við fjölmiðla í gær, og sagði málið rannsakað sem hryðjuverk. Í fyrstu var talið að þriðji maðurinn hefði komist undan, en síðar sagðist lögreglan ekki lengur á þeirri skoðun. Lögreglan hugðist yfirheyra þá seint í gær. Auk hinna látnu og særðu voru 39 manns í moskunni sem sluppu ómeiddir. Þeir hafa sumir tjáð sig við fjölmiðla og segja mennina hafa verið kaldrifjaða og greinilega kunnáttumenn í meðferð skotvopna. Árásin var gerð stuttu fyrir klukkan átta að kvöldi að staðartíma. Um klukkan 7.55 tóku að berast símtöl frá moskunni til neyðarlínunnar. Justin Trudeau forsætisráðherra segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Fjöldi fólks kom saman í kanadísku borgunum Quebec og Montreal í gær til að sýna samstöðu með þeim sem urðu fyrir árásinni. „Við fordæmum þessa hryðjuverkaárás á múslima í þessum griðastað og trúarmiðstöð,“ sagði Trudeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér. „Kanadískir múslimar eru mikilvægur hluti af þjóðarheildinni og þessi fólskuverk eiga ekki heima í samfélögum okkar, borgum og sveitum.“ Í júní á síðasta ári var framinn hatursglæpur gegn moskunni þegar haus af svíni var skilinn eftir fyrir utan hana. Svínshausinn var vafinn inn í pappír og með fylgdi miði þar sem á stóð: „Bon appétit“ eða „verði ykkur að góðu“. Múslimar borða ekki svínakjöt af trúarlegum ástæðum. Þá bárust einnig fréttir af því að í gær hafi moska í bænum Corpus Christi í Texas í Bandaríkjunum eyðilagst í eldi. Ekki var ljóst í gær hvað varð til þess að eldurinn kviknaði, en þetta var þriðja moskan í Bandaríkjunum sem skemmist í eldi á innan við mánuði. Ljóst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða í að minnsta kosti einum þessara moskubruna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Sjá meira