Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2015 20:30 Búast má við hrinu eldgosa úr Bárðabungu næsta áratuginn, að mati jarðvísindamanna. Þeir sjá líkindi með goshrinum sem urðu í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld en einnig með Kröflueldum. Það var strax á upphafsdögum Holuhraunselda fyrir sextán mánuðum sem jarðvísindamenn, þeirra á meðal Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, vörpuðu fram þeirri kenningu að þetta væri aðeins byrjunin á langri goshrinu úr eldstöðinni Bárðarbungu. Hún myndi vara í mörg ár, jafnvel áratug. Margt þótti minna á Kröfluelda en Kröflusvæðið á það sammerkt með Bárðarbungu að vera megineldstöð á flekaskilum. Fyrsta Kröflugosið varð í desember 1975, fyrir réttum 40 árum. Sextán mánaða goshlé varð svo þar til jarðeldur braust upp næst í apríl 1977. Þéttust urðu Kröflugosin á árunum 1980 til 1981 þegar aðeins liðu þrír til fjórir mánuðir á milli gosa en Kröflueldum lauk haustið 1984. Þrettán mánuðir liðu að jafnaði á milli Kröflugosanna, sem urðu alls níu talsins á níu árum. Auk þeirra urðu fimmtán kvikuhlaup sem ekki enduðu með gosi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að jarðskjálftar í Bárðarbungu að undanförnu væru talin merki þess að kvika streymdi nú inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson kvaðst klárlega túlka þetta svo að Bárðarbunga væri að búa sig undir nýtt gos, sem hann spáði að gæti orðið á næsta eða þarnæsta ári. Ármann segir að þegar eldstöðvar á flekaskilum fari af stað megi búast við goshrinu sem taki áratug. Hann rifjar upp að slík goshrina hafi orðið í Bárðarbungu fyrir 150 árum og nokkru síðar í Öskju, sem lauk með stórgosi árið 1875. Það varð mikið sprengigos og olli miklum búsifjum á Norðaustur- og Austurlandi og er talið hafa ýtt undir fólksflutninga til Vesturheims. Saga Kröfluelda var rifjuð upp í þættinum "Um land allt" sem sjá má hér á Sjónvarpsvísi. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Búast má við hrinu eldgosa úr Bárðabungu næsta áratuginn, að mati jarðvísindamanna. Þeir sjá líkindi með goshrinum sem urðu í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld en einnig með Kröflueldum. Það var strax á upphafsdögum Holuhraunselda fyrir sextán mánuðum sem jarðvísindamenn, þeirra á meðal Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, vörpuðu fram þeirri kenningu að þetta væri aðeins byrjunin á langri goshrinu úr eldstöðinni Bárðarbungu. Hún myndi vara í mörg ár, jafnvel áratug. Margt þótti minna á Kröfluelda en Kröflusvæðið á það sammerkt með Bárðarbungu að vera megineldstöð á flekaskilum. Fyrsta Kröflugosið varð í desember 1975, fyrir réttum 40 árum. Sextán mánaða goshlé varð svo þar til jarðeldur braust upp næst í apríl 1977. Þéttust urðu Kröflugosin á árunum 1980 til 1981 þegar aðeins liðu þrír til fjórir mánuðir á milli gosa en Kröflueldum lauk haustið 1984. Þrettán mánuðir liðu að jafnaði á milli Kröflugosanna, sem urðu alls níu talsins á níu árum. Auk þeirra urðu fimmtán kvikuhlaup sem ekki enduðu með gosi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að jarðskjálftar í Bárðarbungu að undanförnu væru talin merki þess að kvika streymdi nú inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson kvaðst klárlega túlka þetta svo að Bárðarbunga væri að búa sig undir nýtt gos, sem hann spáði að gæti orðið á næsta eða þarnæsta ári. Ármann segir að þegar eldstöðvar á flekaskilum fari af stað megi búast við goshrinu sem taki áratug. Hann rifjar upp að slík goshrina hafi orðið í Bárðarbungu fyrir 150 árum og nokkru síðar í Öskju, sem lauk með stórgosi árið 1875. Það varð mikið sprengigos og olli miklum búsifjum á Norðaustur- og Austurlandi og er talið hafa ýtt undir fólksflutninga til Vesturheims. Saga Kröfluelda var rifjuð upp í þættinum "Um land allt" sem sjá má hér á Sjónvarpsvísi.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52