Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. júní 2015 17:08 Ætluðu að gera gögn um tengsl Sigmundar við lán MP banka til Pressunnar ljós. Vísir Hótunin sem fram kom í bréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fólst í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félögum tengd fyrirtækinu yrðu gerð opinber. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. MP banki nefndur í bréfinu Samkvæmt heimildum Vísis fólst hótunin í því að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Heimildir Vísis herma að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Í ársreikningum Pressunnar ehf., sem samkvæmt skráningu fjölmiðlanefndar er eigandi miðla Vefpressunnar, hækkuðu skammtímaskuldir félagsins um rúmar 60 milljónir árið 2013. Engar frekari skýringar eru gefnar á skuldunum. Peningarnir fengnir frá MP banka Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Pressunnar, segist ekki muna nákvæmlega hvernig lánið sé til komið; líklega sé um að ræða yfirfærslu á yfirdrætti sem var í eignarhaldsfélaginu Vefpressunni ehf. Hann staðfestir að yfirdrátturinn sé hjá MP banka. „Ég er bara ekki með þetta fyrir framan mig, því miður,” segir hann fyrst aðspurður um málið. Manstu ekki hvernig þið fenguð 60 milljóna króna lán? „Nei, þetta er bara hluthafalán, sem sem fór beint í hlutafé á árinu, er það ekki?“ Skammtímaskuldir hækkuðu sem sagt, þetta er fært undir það, það er skammtímaskuldir hækka á milli 2012 og 2013 um 61.771.574 krónur? „Þetta getur verið sameining á yfirdráttum, því það er annað félag sem heitir Vefpressan, sem var svonaeignarhaldsfélag. Við yfirtókum yfirdrátt sem hún var með, Vefpressan.“ Þannig að þetta er ekki lán eða peningar sem eru fengnir hjá MP banka? „Yfirdrátturinn er þar. Hann var það, hann er ekki lengur. Það er enginn yfirdráttur í dag.“ Hafnar öllum tengslum við ráðherra Arnar hafnar afdráttarlaust öllum tengslum við forsætisráðherra. Hann hafnar einnig að lánafyrirgreiðsla MP banka hafi verið fengin að tilstillan Sigmundar Davíðs eða aðilum tengdum honum. Hann segir að engin tengsl séu á milli Pressunnar og forsætisráðherra eða aðilum tengdum honum. Í yfirlýsingu sem Sigmundur Davíð sendi frá sér í gær eftir að Vísir greindi frá fjárkúgunartilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand gegn honum hafnaði hann fjárhagstengslum við Pressuna og Björn Inga Hrafnsson. „Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt,“ sagði forsætisráðherra í yfirlýsingu sinni. Tengslin við MP banka ljós Tengsl Sigmundar Davíðs við MP banka hafa verið ljós lengi. Forstjóri bankans, Sigurður Atli Jónsson, er tengdur ráðherranum fjölskylduböndum. Hann er kvæntur systur Sigmundar Davíðs. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, er einnig tengdur ráðherranum en hann hefur verið einn nánasti ráðgjafi hans í efnahagsmálum. Hann var skipaður af Sigmundi til að leiða vinnu nefndar sem kom með tillögur um hvernig ætti að leiðrétta forsendubrest verðtryggðra húsnæðislána. Þá hafa þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta, sem er eitt stærsta úrlausnarmál ríkisstjórnarinnar, einnig verið yfirmenn í bankanum. Einn þeirra er áðurnefndur Sigurður en auk hans eiga þeir Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason sæti í hópnum. Gjaldeyrishöft Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Hótunin sem fram kom í bréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fólst í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félögum tengd fyrirtækinu yrðu gerð opinber. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. MP banki nefndur í bréfinu Samkvæmt heimildum Vísis fólst hótunin í því að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Heimildir Vísis herma að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Í ársreikningum Pressunnar ehf., sem samkvæmt skráningu fjölmiðlanefndar er eigandi miðla Vefpressunnar, hækkuðu skammtímaskuldir félagsins um rúmar 60 milljónir árið 2013. Engar frekari skýringar eru gefnar á skuldunum. Peningarnir fengnir frá MP banka Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Pressunnar, segist ekki muna nákvæmlega hvernig lánið sé til komið; líklega sé um að ræða yfirfærslu á yfirdrætti sem var í eignarhaldsfélaginu Vefpressunni ehf. Hann staðfestir að yfirdrátturinn sé hjá MP banka. „Ég er bara ekki með þetta fyrir framan mig, því miður,” segir hann fyrst aðspurður um málið. Manstu ekki hvernig þið fenguð 60 milljóna króna lán? „Nei, þetta er bara hluthafalán, sem sem fór beint í hlutafé á árinu, er það ekki?“ Skammtímaskuldir hækkuðu sem sagt, þetta er fært undir það, það er skammtímaskuldir hækka á milli 2012 og 2013 um 61.771.574 krónur? „Þetta getur verið sameining á yfirdráttum, því það er annað félag sem heitir Vefpressan, sem var svonaeignarhaldsfélag. Við yfirtókum yfirdrátt sem hún var með, Vefpressan.“ Þannig að þetta er ekki lán eða peningar sem eru fengnir hjá MP banka? „Yfirdrátturinn er þar. Hann var það, hann er ekki lengur. Það er enginn yfirdráttur í dag.“ Hafnar öllum tengslum við ráðherra Arnar hafnar afdráttarlaust öllum tengslum við forsætisráðherra. Hann hafnar einnig að lánafyrirgreiðsla MP banka hafi verið fengin að tilstillan Sigmundar Davíðs eða aðilum tengdum honum. Hann segir að engin tengsl séu á milli Pressunnar og forsætisráðherra eða aðilum tengdum honum. Í yfirlýsingu sem Sigmundur Davíð sendi frá sér í gær eftir að Vísir greindi frá fjárkúgunartilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand gegn honum hafnaði hann fjárhagstengslum við Pressuna og Björn Inga Hrafnsson. „Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt,“ sagði forsætisráðherra í yfirlýsingu sinni. Tengslin við MP banka ljós Tengsl Sigmundar Davíðs við MP banka hafa verið ljós lengi. Forstjóri bankans, Sigurður Atli Jónsson, er tengdur ráðherranum fjölskylduböndum. Hann er kvæntur systur Sigmundar Davíðs. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, er einnig tengdur ráðherranum en hann hefur verið einn nánasti ráðgjafi hans í efnahagsmálum. Hann var skipaður af Sigmundi til að leiða vinnu nefndar sem kom með tillögur um hvernig ætti að leiðrétta forsendubrest verðtryggðra húsnæðislána. Þá hafa þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta, sem er eitt stærsta úrlausnarmál ríkisstjórnarinnar, einnig verið yfirmenn í bankanum. Einn þeirra er áðurnefndur Sigurður en auk hans eiga þeir Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason sæti í hópnum.
Gjaldeyrishöft Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira