Fótbolti

Hörður Björgvin til Cesena á láni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Juventus á Ítalíu, skrifaði í morgun undir eins árs lánssamning við ítalska úrvalsdeildarfélagið AC Cesena. Þetta staðfesti Hörður í viðtali á Fótbolti.net.

Hörður, sem er 21 árs gamall varnarmaður, gekk til liðs við Juventus frá Fram í byrjun árs 2011 á láni áður en Juventus keypti hann endanlega ári síðar.

Síðasta sumar keypti Spezia í Seríu B helmingshlut í Herði og lék hann 22 leiki með liðinu á síðustu leiktíð. Liðið komst í umspil upp á sæti í ítölsku úrvalsdeildarinnar en tapaði fyrir Modena í umspilinu.

AC Cesena lagði fram lánstilboð í Hörð á dögunum eftir að Juventus keypti helmingshlut Harðar frá Spezia og er leikmaðurinn nú hundrað prósent í eigu Juventus en verður á láni hjá Cesena í eitt ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×