Erlent

Hómóerótík á finnskum frímerkjum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frímerkin þrjú.
Frímerkin þrjú.
Þrjú frímerki með teikningum listamannsins Tom of Finland verða gefin út í Finnlandi næsta haust. Listamaðurinn, sem hét réttu nafni Touko Laaksonen, lést árið 1991 og höfðu verk hans mikil áhrif á stefnur og strauma í list samkynhneigðra, þar á meðal hljómsveitirnar Village People og söngvarann Freddie Mercury.

Segir í tilkynningu frá finnska póstinum að myndir Laaksonen séu hómóerótískar og fullar af kímni en um 3.500 teikningar liggja eftir listamanninn og voru tvær þeirra valdar á frímerkin þrjú. Þær valdi listamaðurinn Timo Berry en hann er einnig hönnuður frímerkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×