Höfðu ekki efni á að auglýsa og notuðu því samfélagsmiðla 13. mars 2012 21:00 Arnar Knútsson er einn af þremur framleiðendum spennumyndarinnar Svartur á leik sem hefur slegið rækilega í gegn. Fréttablaðið/Valli Framleiðendur spennumyndarinnar Svartur á leik, sem um 29 þúsund Íslendingar hafa séð á örskömmum tíma, notuðu mikið samfélagsmiðla á borð við Facebook til að auglýsa myndina. „Við höfðum ekki efni á að auglýsa og þess vegna þurftum við að grípa til þessara ráða og það tókst," segir Arnar Knútsson hjá Filmus, en hann er einn af þremur framleiðendum myndarinnar. Hinir eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist hjá Zik Zak. „Við treystum svolítið á afspurnina og umtalið. Aðalmarkaðssetningin okkar var að nota þessa samfélagsmiðla til að fá fólk til að tala um myndina. Við hvöttum til umtals í trausti þess að það yrði frekar jákvætt og það hefur tekist mjög vel. Það vita allir að ef þú ert með góða vöru þá mun hún seljast." Arnar er sannfærður um að slík markaðssetning sé komin til að vera. „Sérstaklega ef þú hefur mikla trú á vörunni og finnur rétta markhópinn. Ef ég sé mynd auglýsta í bíó getur það haft úrslitaáhrif hvort fólk sem ég þekki mælir með henni eða ekki." Svartur á leik hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda og fékk meðal annars fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, Fréttatímanum og í Morgunblaðinu. Myndin kostaði um 150 milljónir króna í framleiðslu og telur Arnar að mögulega hafi markaðssetningin sem þeir notuðu sparað nokkrar milljónir. Hann segir að munað hafi um það, enda tók myndin sjö ár í framleiðslu og oft á tíðum var erfitt að fjármagna hana. Á endanum hlaut Svartur á leik um 64 milljón króna styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands, auk þess sem tveir fjárfestar, þeir Andri Sveinsson og Heiðar Guðjónsson sigldu verkefninu í mark á endasprettinum. „Þeir höfðu trú á okkur og tóku sjensinn." Þær 150 milljónir sem myndin kostaði segir Arnar vera meðalverð á íslenska mynd. „En þetta telst ódýrt á evrópskan mælikvarða, hvað þá alþjóðlegan. Kostaði Contraband ekki um fjögur þúsund milljónir?," spyr hann og á við nýjustu mynd Baltasars Kormáks. Svartur á leik er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Arnar framleiðir. Hann er því nýliði í þessum bransa, rétt eins og leikstjórinn Óskar Þór Axelsson. „Ég er búinn að þekkja Óskar í tuttugu ár. Vonandi getum við unnið meira saman í framtíðinni ef við finnum hentug verkefni." freyr@frettabladid.is Tengdar fréttir Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. 14. mars 2012 15:00 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Framleiðendur spennumyndarinnar Svartur á leik, sem um 29 þúsund Íslendingar hafa séð á örskömmum tíma, notuðu mikið samfélagsmiðla á borð við Facebook til að auglýsa myndina. „Við höfðum ekki efni á að auglýsa og þess vegna þurftum við að grípa til þessara ráða og það tókst," segir Arnar Knútsson hjá Filmus, en hann er einn af þremur framleiðendum myndarinnar. Hinir eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist hjá Zik Zak. „Við treystum svolítið á afspurnina og umtalið. Aðalmarkaðssetningin okkar var að nota þessa samfélagsmiðla til að fá fólk til að tala um myndina. Við hvöttum til umtals í trausti þess að það yrði frekar jákvætt og það hefur tekist mjög vel. Það vita allir að ef þú ert með góða vöru þá mun hún seljast." Arnar er sannfærður um að slík markaðssetning sé komin til að vera. „Sérstaklega ef þú hefur mikla trú á vörunni og finnur rétta markhópinn. Ef ég sé mynd auglýsta í bíó getur það haft úrslitaáhrif hvort fólk sem ég þekki mælir með henni eða ekki." Svartur á leik hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda og fékk meðal annars fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, Fréttatímanum og í Morgunblaðinu. Myndin kostaði um 150 milljónir króna í framleiðslu og telur Arnar að mögulega hafi markaðssetningin sem þeir notuðu sparað nokkrar milljónir. Hann segir að munað hafi um það, enda tók myndin sjö ár í framleiðslu og oft á tíðum var erfitt að fjármagna hana. Á endanum hlaut Svartur á leik um 64 milljón króna styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands, auk þess sem tveir fjárfestar, þeir Andri Sveinsson og Heiðar Guðjónsson sigldu verkefninu í mark á endasprettinum. „Þeir höfðu trú á okkur og tóku sjensinn." Þær 150 milljónir sem myndin kostaði segir Arnar vera meðalverð á íslenska mynd. „En þetta telst ódýrt á evrópskan mælikvarða, hvað þá alþjóðlegan. Kostaði Contraband ekki um fjögur þúsund milljónir?," spyr hann og á við nýjustu mynd Baltasars Kormáks. Svartur á leik er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Arnar framleiðir. Hann er því nýliði í þessum bransa, rétt eins og leikstjórinn Óskar Þór Axelsson. „Ég er búinn að þekkja Óskar í tuttugu ár. Vonandi getum við unnið meira saman í framtíðinni ef við finnum hentug verkefni." freyr@frettabladid.is
Tengdar fréttir Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. 14. mars 2012 15:00 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. 14. mars 2012 15:00
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”