Viðskipti erlent

Hlutabréf í Twitter í frjálsu falli

Sæunn Gísladóttir skrifar
Markaðsvirði Twitter hefur lækkað um þrjú hundruð milljarða í dag.
Markaðsvirði Twitter hefur lækkað um þrjú hundruð milljarða í dag. Vísir/Getty
Gengi hlutabréfa í samfélagsmiðlinum Twitter hefur lækkað um 19,36 prósent það sem af er degi, þegar mest lét lækkuðu hlutabréfin um 21 prósent.

Reuters greinir frá því að hlutabréfin hafi hrunið í kjölfar frétta af því að Alphabet, móðurfélag Google, og Disney muni ekki bjóða í fyrirtækið og ólíklegt er að Apple muni bjóða í fyrirtækið.

Tilboð í samfélagsmiðilinn þurfa að berast á næstu tveimur vikum og vonir eru um að sölviðræður muni hefjast fyrir lok mánaðarins.

Markaðsvirði fyrirtækisins er nú um 14,2 milljarðar dollara, rúmlega 1.600 milljarðar króna. Markaðsvirðið hefur lækkað um nokkra milljarða dollara í dag, eða rúmar 300 milljarða króna. Salesforce.com er núna eini líklega kaupandinn en fyrirtækið hefur ekki tilkynnt um hvort það muni bjóða í fyrirtækið eða ekki.

Eins og Vísir hefur greint frá hefur Twitter átt í erfiðleikum undanfarna mánuði meðal annars vegna þess að illa gengur að fjölga nýjum notendum og auka tekjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×