Hljóðfærin þagna Guðríður Helgadóttir skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í um þrjár vikur. Undirrituð er með þrjú börn í tónlistarnámi og hefur horft upp á áhrif verkfallsins á hvert og eitt þeirra. Elsta barnið sem er á sjötta ári í píanónámi æfir enn en stendur í stað, miðbarnið er byrjandi í harmonikkunámi og hefur það viðhorf, eins og mörg börn, að það væri að æfa fyrir kennarann sinn og sér engan tilgang í að æfa út í loftið. Yngsta barnið er svo heppið að hafa kennara sem ekki er í verkfalli og eru bæði nemandi og foreldrar himinlifandi yfir því. Verkfall kennara í Félagi tónlistarskólakennara er aðgerð sem bítur fyrst og fremst á þá sem síst skyldi, ung börn sem eru að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Að koma barni að í tónlistarskóla getur stundum verið eins og að vinna í happdrætti. Tónlistarskólar landsins anna ekki eftirspurn og oft eru langir biðlistar eftir því að komast í nám. Það kostar líka sitt að mennta börn í tónlistarskólum og tekur verulega í veskið að veita börnum sínum slíka menntun. Þrátt fyrir það eru foreldrar barna í tónlistarskólum þverskurður af þjóðfélaginu. Fyrir foreldra er sérlega súrt í broti ef verkfall tónlistarkennara dregst á langinn, skólagjöldin eru ekki endurgreidd. Súrara er þó ef nemendurnir missa móðinn og hætta hreinlega í tónlistarnámi. Þá er verkfallið hætt að snúast um það að þreyta kennara til hlýðni heldur snýst það um að þreyta nemendur úr námi. Slíkt er engum stjórnvöldum sæmandi.Óskiljanlegt Í tónlistarnámi nýtur nemandinn þess að hann er einn í tímum með kennara sínum og fær athygli hans óskipta. Það gerir aftur þá kröfu á nemandann að hann undirbúi sig vel fyrir tímann. Hann lærir aga og einbeitingu. Sennilega hafa flestir foreldrar tónlistarnemenda upplifað það að þegar áhuginn kviknar og æfingum fjölgar eykst færni nemendanna og samhliða því eykst áhuginn enn frekar. Það að fara í tíma til tónlistarkennarans í hverri viku er nauðsynlegt til að þjálfa nemandann í þeim tækniatriðum sem eru til umfjöllunar hverju sinni en einnig er það mikilvægt aðhald fyrir nemandann, aðhald sem nú er ekki til staðar. Frá sjónarhóli leikmanns er óskiljanlegt hvers vegna ekki er hægt að ganga að þeim eðlilegu kröfum tónlistarkennara að þeir sitji við sama borð og aðrir kennarar, þar ætti jafnræðissjónarmið að ráða. Ég styð tónlistarkennara heils hugar í kjarabaráttu þeirra en nú er þetta verkfall farið að pirra mig. Ég er þó alls ekki pirruð út í kennarana, þeir eiga allt gott skilið og vonandi ber barátta þeirra þann árangur sem hugur þeirra stendur til. Ég er hins vegar mjög pirruð út í þá ráðamenn sem ekki veita samninganefnd sveitarfélaganna umboð til að leiða þetta verkfall til lykta nú þegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í um þrjár vikur. Undirrituð er með þrjú börn í tónlistarnámi og hefur horft upp á áhrif verkfallsins á hvert og eitt þeirra. Elsta barnið sem er á sjötta ári í píanónámi æfir enn en stendur í stað, miðbarnið er byrjandi í harmonikkunámi og hefur það viðhorf, eins og mörg börn, að það væri að æfa fyrir kennarann sinn og sér engan tilgang í að æfa út í loftið. Yngsta barnið er svo heppið að hafa kennara sem ekki er í verkfalli og eru bæði nemandi og foreldrar himinlifandi yfir því. Verkfall kennara í Félagi tónlistarskólakennara er aðgerð sem bítur fyrst og fremst á þá sem síst skyldi, ung börn sem eru að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Að koma barni að í tónlistarskóla getur stundum verið eins og að vinna í happdrætti. Tónlistarskólar landsins anna ekki eftirspurn og oft eru langir biðlistar eftir því að komast í nám. Það kostar líka sitt að mennta börn í tónlistarskólum og tekur verulega í veskið að veita börnum sínum slíka menntun. Þrátt fyrir það eru foreldrar barna í tónlistarskólum þverskurður af þjóðfélaginu. Fyrir foreldra er sérlega súrt í broti ef verkfall tónlistarkennara dregst á langinn, skólagjöldin eru ekki endurgreidd. Súrara er þó ef nemendurnir missa móðinn og hætta hreinlega í tónlistarnámi. Þá er verkfallið hætt að snúast um það að þreyta kennara til hlýðni heldur snýst það um að þreyta nemendur úr námi. Slíkt er engum stjórnvöldum sæmandi.Óskiljanlegt Í tónlistarnámi nýtur nemandinn þess að hann er einn í tímum með kennara sínum og fær athygli hans óskipta. Það gerir aftur þá kröfu á nemandann að hann undirbúi sig vel fyrir tímann. Hann lærir aga og einbeitingu. Sennilega hafa flestir foreldrar tónlistarnemenda upplifað það að þegar áhuginn kviknar og æfingum fjölgar eykst færni nemendanna og samhliða því eykst áhuginn enn frekar. Það að fara í tíma til tónlistarkennarans í hverri viku er nauðsynlegt til að þjálfa nemandann í þeim tækniatriðum sem eru til umfjöllunar hverju sinni en einnig er það mikilvægt aðhald fyrir nemandann, aðhald sem nú er ekki til staðar. Frá sjónarhóli leikmanns er óskiljanlegt hvers vegna ekki er hægt að ganga að þeim eðlilegu kröfum tónlistarkennara að þeir sitji við sama borð og aðrir kennarar, þar ætti jafnræðissjónarmið að ráða. Ég styð tónlistarkennara heils hugar í kjarabaráttu þeirra en nú er þetta verkfall farið að pirra mig. Ég er þó alls ekki pirruð út í kennarana, þeir eiga allt gott skilið og vonandi ber barátta þeirra þann árangur sem hugur þeirra stendur til. Ég er hins vegar mjög pirruð út í þá ráðamenn sem ekki veita samninganefnd sveitarfélaganna umboð til að leiða þetta verkfall til lykta nú þegar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun