Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2015 10:50 Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir með verðlaunin. mynd/adda Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins sem fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla hér á landi. Átakið vakti auk þess mikla athygli erlendis, meðal annars í Tævan, þar sem Adda er stödd nú en í gær tók hún við verðlaunum þar fyrir jafnréttisbaráttu sína. Verðlaunin voru veitt á ungmennaráðstefnu sem nú er haldin í tíunda skiptið en verðlaunin, Youth of the Year Award Taiwan, hafa ekki verið veitt áður. „Það var maður sem heitir Lewis Lu sem sendi mér Facebook-skilaboð í ágúst og bauð mér á ungmennaráðstefnu hér í Taívan núna í október. Þá sagði hann mér líka að það ætti að veita mér verðlaun en mér datt ekki annað í hug en að þetta væri rugl. Svo komst ég reyndar að því með smá rannsóknarvinnu að þetta væru fullkomlega eðlileg skilaboð en auk mín fengu fjórir aðrir verðlaun á ráðstefnunni,“ segir Adda í samtali við Vísi.Verðlaunin sem Adda fékk.mynd/adda„Maður er bara eins og súperstjarna hérna“ Verðlaunin eru veitt ungmennum undir 18 ára sem hafa með hugrekki sínu sýnt að þau vilja breyta heiminum en hinir vinningshafarnir fjórir koma frá Sýrlandi, Tansaníu, Malaví og Tævan en á bloggsíðu Öddu má lesa meira um verðlaunahafana. Adda segir að þau hafi hitt ýmsa í tengslum við verðlaunin, meðal annars Tsai Ing-Wen, sem er formaður Lýðræðisflokksins en hún er talin líkleg til að vinna forsetakosningar í landinu í janúar og verða þar með fyrsta konan til að gegna því embætti í Tævan. Íslenska Free the Nipple-átakið er að sögn Öddu vel þekkt í Tævan. „Maður er bara eins og súperstjarna hérna og það er búið að taka ótrúlega mikið af myndum af mér,“ segir hún hlæjandi og blaðamaður verður að viðurkenna að það kemur honum á óvart en Adda útskýrir málið: „Ég hitti tvo tævanska stráka á Íslandi í sumar og þeir tóku viðtal við mig um Free the Nipple og svo birtist það í blaði hér úti.“Adda ásamt systur sinni, Völu, og Chao Ching-Yu, femínista, sem veitti henni verðlaunin.mynd/addaHvatning til að halda áfram Aðspurð hvað verðlaunin þýði fyrir hana segir Adda að þetta sé viðurkenning á því að hún sé að gera eitthvað sem skipti máli. „Þetta er bara mikil hvatning að halda áfram og fræða fólk um ástandið í heiminum, ekki síst í Afríku þar sem staðan er ekki góð,“ segir Adda en á ungmennaráðstefnunni er meðal annars lögð áhersla á góðgerðarmál og tengist hún samtökunum Heart for Africa sem hjón frá Kanada standa fyrir. „Þau búa í Svasílandi og reka þar heimili fyrir munaðarlaus börn. Þau eru með 105 börn undir fimm ára á sínu forræði og 280 manns í vinnu. Á hverju ári safna krakkarnir á ráðstefnunni peningum fyrir þessi samtök og í ár erum við að safna fyrir vatnslóni en það er mjög erfitt að nálgast vatn í Svasílandi,“ segir Adda. Í vetur býr Adda á Spáni þar sem hún er í skiptinámi en hún segist svo gjarnan vilja fara til Svasílands, heimsækja samtökin og taka þátt í sjálfboðaliðastarfi á þeirra vegum. „Ég bý rétt fyrir utan Madríd og næ vonandi eitthvað að fræða fólkið í skólanum mínum úti um það sem ég hef lært hér á ráðstefnunni. Svo geri ég það sama þegar ég kem heim til Íslands,“ segir Adda. Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum 27. mars 2015 04:26 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Nippurnar í prófæl: „Ætla sjálf aðeins að sýna geirvörtuna en ekki brjóstin“ Bylgja Babýlóns hvetur fólk til að setja geirvörtur sínar sem forsíðumynd á Facebook. 31. mars 2015 17:00 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins sem fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla hér á landi. Átakið vakti auk þess mikla athygli erlendis, meðal annars í Tævan, þar sem Adda er stödd nú en í gær tók hún við verðlaunum þar fyrir jafnréttisbaráttu sína. Verðlaunin voru veitt á ungmennaráðstefnu sem nú er haldin í tíunda skiptið en verðlaunin, Youth of the Year Award Taiwan, hafa ekki verið veitt áður. „Það var maður sem heitir Lewis Lu sem sendi mér Facebook-skilaboð í ágúst og bauð mér á ungmennaráðstefnu hér í Taívan núna í október. Þá sagði hann mér líka að það ætti að veita mér verðlaun en mér datt ekki annað í hug en að þetta væri rugl. Svo komst ég reyndar að því með smá rannsóknarvinnu að þetta væru fullkomlega eðlileg skilaboð en auk mín fengu fjórir aðrir verðlaun á ráðstefnunni,“ segir Adda í samtali við Vísi.Verðlaunin sem Adda fékk.mynd/adda„Maður er bara eins og súperstjarna hérna“ Verðlaunin eru veitt ungmennum undir 18 ára sem hafa með hugrekki sínu sýnt að þau vilja breyta heiminum en hinir vinningshafarnir fjórir koma frá Sýrlandi, Tansaníu, Malaví og Tævan en á bloggsíðu Öddu má lesa meira um verðlaunahafana. Adda segir að þau hafi hitt ýmsa í tengslum við verðlaunin, meðal annars Tsai Ing-Wen, sem er formaður Lýðræðisflokksins en hún er talin líkleg til að vinna forsetakosningar í landinu í janúar og verða þar með fyrsta konan til að gegna því embætti í Tævan. Íslenska Free the Nipple-átakið er að sögn Öddu vel þekkt í Tævan. „Maður er bara eins og súperstjarna hérna og það er búið að taka ótrúlega mikið af myndum af mér,“ segir hún hlæjandi og blaðamaður verður að viðurkenna að það kemur honum á óvart en Adda útskýrir málið: „Ég hitti tvo tævanska stráka á Íslandi í sumar og þeir tóku viðtal við mig um Free the Nipple og svo birtist það í blaði hér úti.“Adda ásamt systur sinni, Völu, og Chao Ching-Yu, femínista, sem veitti henni verðlaunin.mynd/addaHvatning til að halda áfram Aðspurð hvað verðlaunin þýði fyrir hana segir Adda að þetta sé viðurkenning á því að hún sé að gera eitthvað sem skipti máli. „Þetta er bara mikil hvatning að halda áfram og fræða fólk um ástandið í heiminum, ekki síst í Afríku þar sem staðan er ekki góð,“ segir Adda en á ungmennaráðstefnunni er meðal annars lögð áhersla á góðgerðarmál og tengist hún samtökunum Heart for Africa sem hjón frá Kanada standa fyrir. „Þau búa í Svasílandi og reka þar heimili fyrir munaðarlaus börn. Þau eru með 105 börn undir fimm ára á sínu forræði og 280 manns í vinnu. Á hverju ári safna krakkarnir á ráðstefnunni peningum fyrir þessi samtök og í ár erum við að safna fyrir vatnslóni en það er mjög erfitt að nálgast vatn í Svasílandi,“ segir Adda. Í vetur býr Adda á Spáni þar sem hún er í skiptinámi en hún segist svo gjarnan vilja fara til Svasílands, heimsækja samtökin og taka þátt í sjálfboðaliðastarfi á þeirra vegum. „Ég bý rétt fyrir utan Madríd og næ vonandi eitthvað að fræða fólkið í skólanum mínum úti um það sem ég hef lært hér á ráðstefnunni. Svo geri ég það sama þegar ég kem heim til Íslands,“ segir Adda.
Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum 27. mars 2015 04:26 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Nippurnar í prófæl: „Ætla sjálf aðeins að sýna geirvörtuna en ekki brjóstin“ Bylgja Babýlóns hvetur fólk til að setja geirvörtur sínar sem forsíðumynd á Facebook. 31. mars 2015 17:00 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54
Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04
Nippurnar í prófæl: „Ætla sjálf aðeins að sýna geirvörtuna en ekki brjóstin“ Bylgja Babýlóns hvetur fólk til að setja geirvörtur sínar sem forsíðumynd á Facebook. 31. mars 2015 17:00
Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45
Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30