Innlent

Hlaup hafið í Grímsvötnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlaup er hafið í Grímsvötnum. Þetta staðfestir Gunnar Sigurðsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofunni, í samtali við Vísi.

„Ennþá er þetta mjög lítið. Þetta er svo lítið að fólk sem keyrir veginn myndi ekki taka eftir því. Þannig að þetta er bara rétt að byrja," segir Gunnar í samtali við Vísi. „En það er að vaxa í Gígju þannig að við verðum bara hérna áfram við mælingar," segir Gunnar í samtali við Vísi

Gunnar segir að síðast hafi hlaup komið þarna árið 2004 og þá hafi það tekið fjóra til fimm daga að ná hámarki. „Svo ef það hegðar sér svipað og þá að þá er þetta kannski fimm dagar. Svo verður bara að koma í ljós hvernig þetta hegðar sér," segir Gunnar

Gunnar segir að aðstæður séu öðruvísi nú en áður að því leytinu til að það sé ekkert vatn í Skeiðará heldur fari allt vatn úr Skeiðará í Gígju. Þannig hafi það verið frá því í fyrra.

Samkvæmt upplýsingum frá Einari Kjartanssyni, sérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, gæti hlaupið orðið kveikja að eldgosi í Grímsvötnum. Hitt sé þó miklu algengara að það komi hlaup í Grímsvötnum án þess að það gjósi á eftir.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×