Innlent

Hernámi Ísraels mótmælt fyrir leik

Bjarki Ármannsson skrifar
Fyrir utan Laugardalsvöll í dag.
Fyrir utan Laugardalsvöll í dag. Vísir/Andri Marinó
Hópur fólks mótmælti fyrir utan Laugardalsvöllinn nú síðdegis fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu við Ísrael í undankeppni HM.

Með mótmælastöðunni vildu viðstaddir sýna hernámi Ísraela um Palestínu rauða spjaldið. Skipuleggjendur harma að ísraelsku landsliði sé boðið hingað til lands á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóti alþjóðalög og mannréttindasáttmála og komið sé í veg fyrir að palestínskir íþróttamenn geti stundað íþróttir eða leikið fyrir land sitt og þjóð.

Vísir/Andri Marinó

Tengdar fréttir

Aðgerðir gegn Ísrael boðaðar næstu daga

Nýstofnuð hreyfing hefur það að markmiði að fá almenning og fyrirtæki til að sniðganga vörur frá Ísrael ásamt því að hvetja stjórnvöld til að beita þvingunum gegn landinu.

Íslendingur á Gasa: Erfiðast að horfa upp á börnin

Sátta­semj­ar­ar í Egyptalandi kepp­ast nú við að miðla mál­um milli Ísra­els- og Palestínu­manna, en þriggja sól­ar­hringa vopna­hlé renn­ur út á miðnætti í kvöld. Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á Gasa segir mikla spennu á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×