Viðskipti erlent

Helmingi færri tíst en árið 2014

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jack Dorsey, forstjóri Twitter.
Jack Dorsey, forstjóri Twitter. Vísir/EPA
Fjöldi tísta á dag frá notendum Twitter eru helmingi færri en þegar vefurinn náði hámarki í ágúst 2014. Business Insider greinir frá þessu. 

Tíst á dag voru 661 milljón í ágúst 2014, samkvæmt upplýsingum sem Business Insider hefur undir höndunum, en einungis 303 milljónir á dag í janúar 2016. 

Twitter hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið við að bæta við sig notendum sem virðiast hafa staðnað við 320 milljónir og hefur hlutabréfum félagsins ekki gengið vel. Ef tölurnar um fjölda tísta á dag eru réttar gefur það til kynna að notendur séu að nota samfélagsmiðilinn í sí minni mæli sem gæti haft mjög neikvæð áhrif á fyrirtækið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×