Íslenski boltinn

Heimir Hallgrímsson: Þeir voru bara betri en við

Valur Smári Heimisson skrifar
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV. Mynd/Vilhelm
Heimir Hallgrímsson var að vonum ekki sáttur með leik sinna manna í dag þegar þeir töpuðu 1-2 fyrir Fylki á Hásteinsvellinum.

„Þeir voru bara betri en við á nánast öllum vígstöðum í dag og þeir voru líka mikið grimmari sem skiptir mjög miklu máli þegar það er svona mikill vindur. Þeir höfðu í raun yfirhöndina inná miðjunni,“ sagði Heimir.

„Mér fannst við í raun bara vera á hálfri ferð í seinni hálfleik, vorum alls ekki nógu grimmir á boltann,“ sagði Heimir.

Ian Jeffs fór meiddur af velli um miðjan fyrri hálfleik og Yngvi Magnús Borgþórsson kom inná í hans stað.

„Það er alltaf slæmt að missa menn útaf sem eru að byrja inná, það getur ruglað skipulaginu sem við leggjum upp með fyrir leik. En það er engin afsökun, við eigum alveg að geta ráðið við það að missa menn útaf en þetta var ekki að ganga upp hjá okkur í dag, “ sagði Heimir.




Tengdar fréttir

Umfjöllun: Albert tryggði Fylki sigur í Eyjum

Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×