Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2014 16:20 Ólafur G. Skúlason er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. VISIR/GVA Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) sendi í dag frá sér ályktun um öryggi sjúklinga. Ályktunin kemur í kjölfar fregna af ákæru ríkissaksóknara á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir manndráp af gáleysi. FÍH ítrekar mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu. Í ljósi ákærunnar á hendur hjúkrunarfræðingnum vill félagið benda á að hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir nýjum veruleika sem mun hafa umtalsverð áhrif á störf þeirra til framtíðar. Mikilvægt er að mati FÍH að komið sé í veg fyrir að alvarleg atvik í meðferð sjúklinga geti átt sér stað. „Fíh hefur um árabil barist fyrir því að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé þess eðlis að þeir geti veitt sjúklingum örugga hjúkrun. Slíkt starfsumhverfi felur í sér nægjanlegt fjármagn, góða mönnun hjúkrunarfræðinga, nægjanlegan hvíldartíma og minna vinnuálag en til staðar er í dag,“ segir í ályktuninni. Í samtali við Vísi segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður FÍH, fólk úr hans röðum vera uggandi yfir þessu máli og segir hann það skapa mikla óvissu fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn. Honum þykir það ekki rétt aðferðafræði að draga einn einstakling fyrir dóm þegar mál af þessu tagi koma upp enda séu þau sjaldnast við einn einstakling að sakast. „Þegar eitthvað svona gerist þá er það vegna fjölda keðjuverkandi atvika en ekki vegna þessa að eitthvað eitt klikkar,“ segir Ólafur. „Það er ótal þættir sem spila inn í, til að mynda álag, bágur tækjakostur, krefjandi vinnuaðstæður og því er það skrýtið að skella ábyrgðinni á einn aðila, í staðinn fyrir að skoða allt ferlið og reyna að draga lærdóm af því.“ Ólafur segir að heilbrigðisstarfsfólk efist um réttarstöðu sína í kjölfar ákærunnar og telur hann að mál sem þetta geti jafnvel orðið til þess að fólk í heilbrigðisgeiranum muni hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregið fyrir dóm. „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur og skorar félagið á yfirvöld að veita heilbrigðiskerfinu það fjármagn sem þarf til að tryggja sjúklingum örugga hjúkrunarþjónustu. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) sendi í dag frá sér ályktun um öryggi sjúklinga. Ályktunin kemur í kjölfar fregna af ákæru ríkissaksóknara á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir manndráp af gáleysi. FÍH ítrekar mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu. Í ljósi ákærunnar á hendur hjúkrunarfræðingnum vill félagið benda á að hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir nýjum veruleika sem mun hafa umtalsverð áhrif á störf þeirra til framtíðar. Mikilvægt er að mati FÍH að komið sé í veg fyrir að alvarleg atvik í meðferð sjúklinga geti átt sér stað. „Fíh hefur um árabil barist fyrir því að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé þess eðlis að þeir geti veitt sjúklingum örugga hjúkrun. Slíkt starfsumhverfi felur í sér nægjanlegt fjármagn, góða mönnun hjúkrunarfræðinga, nægjanlegan hvíldartíma og minna vinnuálag en til staðar er í dag,“ segir í ályktuninni. Í samtali við Vísi segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður FÍH, fólk úr hans röðum vera uggandi yfir þessu máli og segir hann það skapa mikla óvissu fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn. Honum þykir það ekki rétt aðferðafræði að draga einn einstakling fyrir dóm þegar mál af þessu tagi koma upp enda séu þau sjaldnast við einn einstakling að sakast. „Þegar eitthvað svona gerist þá er það vegna fjölda keðjuverkandi atvika en ekki vegna þessa að eitthvað eitt klikkar,“ segir Ólafur. „Það er ótal þættir sem spila inn í, til að mynda álag, bágur tækjakostur, krefjandi vinnuaðstæður og því er það skrýtið að skella ábyrgðinni á einn aðila, í staðinn fyrir að skoða allt ferlið og reyna að draga lærdóm af því.“ Ólafur segir að heilbrigðisstarfsfólk efist um réttarstöðu sína í kjölfar ákærunnar og telur hann að mál sem þetta geti jafnvel orðið til þess að fólk í heilbrigðisgeiranum muni hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregið fyrir dóm. „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur og skorar félagið á yfirvöld að veita heilbrigðiskerfinu það fjármagn sem þarf til að tryggja sjúklingum örugga hjúkrunarþjónustu.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46