Lífið

Heiða og fjölskylda grillar ofaní hlaupara

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/arnþór
Hlauparar, sem kalla sig #TeamHeiða, hlaupa til styrktar Bjarnheiði Hannesdóttur í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hún fór í hjartastopp árið 2012 í tuttugu mínútur og hlaut alvarlegan heilaskaða af. Bjarnheiður, eða Heiða eins og hún er ávallt kölluð, er algjörlega ósjálfbjarga í dag en hjartastoppið var afleiðing áralangrar baráttu Heiðu við átröskun.

Hópurinn hefur safnað rúmlega þremur milljónum fyrir stofnfrumumeðferð sem Bjarnheiður, eða Heiða, vill fara í á Indlandi og hún og fjölskylda hennar eru afar þakklát.

Þau eru því búin að tryggja sér afnot af grasfleti við Reykjavíkurflugvöll og ætla að grilla pylsur ofan í hlauparana eftir hlaupið í dag.

Styrktarsíða Bjarnheiðar á Facebook

Styrktarsjóður Heiðu Hannesar á hlaupastyrkur.is


Tengdar fréttir

„Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“

Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður.

Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna

Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð.

Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi

Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni.

Glímdi við átröskun frá átján ára aldri

Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×