Innlent

Hefur ekki áhuga á að sitja áfram í stjórn DV

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Fyrir hluthafafund DV 29.ágúst
Fyrir hluthafafund DV 29.ágúst vísir/anton brink
Aðalfundur hlutafélags DV fer fram öðru sinni á Hótel Natura í dag. Ársreikningar verða lagðir fram ásamt því að kosið verður í nýja stjórn. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segist ekki hafa áhuga á að sitja áfram í stjórn félagsins.

„Hvernig sem fer þá held ég að það sé ágætt að ég sé utan stjórnar. Ég er ekki metnaðarfyllri en það að ég gef kost á mér númer fjögur og hef ekki áhuga á að vera í stjórn,“ segir Reynir í samtali við Vísi. 

Mikil átök hafa verið undanfarnar vikur varðandi eignarhald á útgáfufélagi DV. Björn Leifsson, jafnan kenndur við líkamsræktarstöðina World Class, keypti rúmlega 4 prósenta hlut í félaginu í gegnum einkahlutafélagið fyrr í þessum mánuði en mun Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður í DV, kaupa hlut hans. Þorsteinn segir að báðir séu þeir sammála um það að það sé útgáfufélaginu til hagsbóta að Björn og Laugar ehf. hverfi úr hluthafahópnum. 

Aðalfundurinn fór fram síðastliðinn föstudag en var honum frestað til dagsins í dag vegna ágreinings um ársreikninga félagsins. 


Tengdar fréttir

Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar

Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins.

Lofar fjörugum aðalfundi DV

Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins

Guðmundur í Brimi ætlar að stefna Elliða

"Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum verður stefnt fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð,“ segir Guðmundur Kristjánsson oft kenndur við Brim í tilkynningu til fréttastofu.

Slagnum um eignarhald DV frestað um eina viku

Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir deilur innan eigendahóps DV ehf. hljóta að enda með ósköpum. Hann sakar stjórnarformann félagsins um lögbrot. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Reyni hafa stundað bolabrögð á aðalfundi félagsins í gær.

Kaupir hlut í DV og vill Reyni út

Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class.

Fjölmiðlanefnd flýtir skoðun á eignarhaldi

Fjölmiðlanefnd hefur ákveðið að óska eftir upplýsingum um rekstur og eignarhald fjölmiðla í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um málefni fjölmiðla undanfarið.

Björn Leifsson farinn af fundinum: Vantar undirskrift

Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, yfirgaf hluthafafund DV á Hótel Natura um klukkustund eftir að hann hófst þegar það kom í ljós að undirskrift eins eigenda félagsins Catalina ehf., sem Björn keypti á þriðjudag, vantar á kaupsamninginn.

Aðalfundi DV frestað um viku

Aðalfundi útgáfufélags DV var frestað um viku nú síðdegis vegna ágreinings um ársreikninga félagsins.

Reynir viðurkennir að hafa fengið lán frá Guðmundi

„Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×