Viðskipti innlent

Hefði skuldað 208 milljarða vegna Icesave

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ef Icesave-samningarnir, sem kenndir eru við Svavar Gestsson, hefðu verið samþykktir árið 2009 hefði ríkissjóður skuldað 208 milljarða króna.
Ef Icesave-samningarnir, sem kenndir eru við Svavar Gestsson, hefðu verið samþykktir árið 2009 hefði ríkissjóður skuldað 208 milljarða króna. Vísir/Valli
Ef Icesave-samningarnir, sem kenndir eru við Svavar Gestsson, hefðu verið samþykktir árið 2009 hefði ríkissjóður skuldað 208 milljarða króna.

Eftirstöðvar samninganna hinn 5. júní næstkomandi numið tæpum 208 milljörðum króna, að gefnu óbreyttu gengi punds og evru, eða um 8,8 prósent af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins 2016. Þetta kemur fram í svari Hersis Sigurgeirssonar, dósents í fjármálum við HÍ, á Vísindavefnum. Spurningin var Hvað hefðu Icesave-samningarnir sem kenndir eru við Svavar Gestsson kostað íslenska ríkið hingað til ef þeir hefðu verið samþykktir?

Í svarinu kemur fram að fjárhæðin hefði fallið á ríkissjóð og hefði verið til greiðslu í jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum á næstu átta árum, eða um 26 milljarðar á ári ásamt vöxtum. Hins vegar hefðu engar greiðslur nú þegar verið inntar af hendi úr ríkissjóði vegna samninganna þar sem samningarnir kváðu ekki á um greiðslur umfram heimtur úr búi Landsbankans fyrr en eftir 5. júní 2016.

Hér má lesa svarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×