Viðskipti innlent

HB Grandi ræður inn tvo nýja starfsmenn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erlendur mun starfa sem gæðastjóri félagsins og Karl Már hefur tekið við starfi útgerðarstjóra frystiskipa.
Erlendur mun starfa sem gæðastjóri félagsins og Karl Már hefur tekið við starfi útgerðarstjóra frystiskipa.
HB Grandi hefur fengið góðan liðsauka því nýlega hófu þeir Erlendur Stefánsson og Karl Már Einarsson störf hjá félaginu.

Erlendur mun starfa sem gæðastjóri félagsins og Karl Már hefur tekið við starfi útgerðarstjóra frystiskipa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HB Granda.

Erlendur er með BS próf í matvælafræði frá Háskóla Íslands sem hann lauk árið 1999. Á árunum 1999 til 2014 starfaði Erlendur hjá Royal Iceland hf. og forverum þess félags, Fram Foods Ísland og Bakkavör Ísland. Þar var Erlendur lengst af gæða- og vöruþróunarstjóri.

Áður hafði hann starfað við vöruþróun hjá Sól-Víking samhliða námi.

Karl Már útskrifaðist vorið 2002 sem sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri en hann er einnig með 1. stig frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík.

Áður en Karl Már kom til starfa hjá HB Granda var hann útgerðarstjóri hjá Brim hf. frá árinu 2007. Karl Már hefur starfsreynslu sem sjómaður og stýrimaður og áður en hann réðist til Brims var hann útgerðarstjóri hjá Eskju hf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×