Viðskipti innlent

HB Grandi kaupir tvö ný skip

Haraldur Guðmundsson skrifar
Ingunn AK, skip HB Granda.
Ingunn AK, skip HB Granda. Mynd/HB Grandi
Útgerðarfyrirtækið HB Grandi hefur samið við skipasmíðastöð í Tyrklandi  um smíði tveggja skipa til veiða á uppsjávarfiski. Skipin eru 80 metra löng og 17 metra breið og er samningsverðið að sögn fyrirtækisins 44,5 milljónir evra, eða um 7,2 milljarðar króna.

Í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér nú fyrir hádegi segir að annað skipið verði afhent í ársbyrjun 2015 og það seinna um haustið sama ár. Fyrra skipið á að leysa af hólmi tvö 53 ára gömul skip, Víking AK og Lundey NS. Þar segir einnig að ákvörðun um frekari rekstur Faxa RE og Ingunnar AK verði tekin þegar nær dregur afhendingu á seinna skipinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×