Viðskipti innlent

HB Grandi hagnaðist um 4,7 milljarða fyrstu níu mánuði ársins

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Á tímabilinu var afli skipa félagsins 41 þúsund tonn af botnfiski og 94 þúsund tonn af uppsjávarfiski.
Á tímabilinu var afli skipa félagsins 41 þúsund tonn af botnfiski og 94 þúsund tonn af uppsjávarfiski. VÍSIR/GVA
Rekstrartekjur HB Granda fyrstu níu mánuði ársins námu 155,6 milljónum evra, jafnvirði tæplega 24 milljarða króna. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins.

Þetta er um 5,6 milljónum evra betri niðurstaða en á sama tímabili á síðasta ári. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði, eða EBITDA, var 45 milljónir evra, jafnvirði tæplega sjö milljarða króna.

EBITDA fyrstu níu mánuði ársins er um sex milljónum evra betri nú en í fyrra. Þá eykst hlutfall rekstrarhagnaðar af rekstrartekjum úr 26 prósentum í 28,9 prósent.

Hagnaður HB Granda samstæðunnar fyrir tekjuskatt var 38,8 milljónir evra, jafnvirði tæplega sex milljarða króna, en hagnaður tímabilsins var 30,6 milljónir evra, jafnvirði 4,7 milljarða króna. Það er um 725 milljóna króna meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×