Viðskipti innlent

Haukur og Eggert taka yfir Íslensku lögfræðistofuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eigendur Íslensku lögfræðistofunnar.
Eigendur Íslensku lögfræðistofunnar. aðsend mynd
Haukur Örn Birgisson hrl. og Eggert Páll Ólason hdl. hafa tekið yfir rekstur Íslensku lögfræðistofunnar (ÍL). Haukur Örn er hæstaréttarlögmaður og stofnaði ÍL árið 2008 ásamt Einari Huga Bjarnasyni og Jóhanni Hafstein, sem nú hafa yfirgefið eigendahópinn. Eggert Páll er héraðsdómslögmaður og gekk til liðs við lögfræðistofuna sem einn af eigendum árið 2012. Hann starfaði áður sem yfirlögfræðingur skilanefndar Landsbanka Íslands hf. 

Í tilkynningu frá Íslensku lögfræðistofunni segir að stofan hafi frá stofnun sinnt almennri lögfræðiráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og erlenda aðila. Vaxandi áhersla hafi verið lögð á ráðgjöf til fyrirtækja og hefur umfang starfseminnar vaxið jafnt og þétt. Starfsstöð Íslensku lögfræðistofunnar verður áfram í Turninum í Kópavogi þar sem fjórir löglærðir fulltrúar starfa ásamt Hauki Erni og Eggerti Páli.

„Við hyggjumst byggja á þeim faglega grunni sem til staðar er í þjónustu við viðskiptavini okkar, jafnframt því sem við munum leggja aukna áherslu á ráðgjafarþjónustu við fyrirtæki og fjárfesta. Við höfum átt þeirri velgengni að fagna að umfang starfseminnar hefur vaxið jafnt og þétt allt frá stofnun stofunnar og verkefnin verða sífellt fjölbreyttari. Við erum ánægðir með hvernig til hefur tekist og hlökkum til að halda áfram á sömu braut,“ segir Haukur Örn Birgisson hrl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×