Háskólarnir ættu að tryggja hlutlægnina 11. janúar 2011 05:45 Utanríkisráðherra hlýðir hér á Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, á kynningarfundi Alþjóðamálastofnunar HÍ í mars í fyrra.Fréttablaðið/Valli Þeir átta sem valdir hafa verið til áframhaldandi þátttöku í útboði Evrópusambandsins (ESB) um umsjón kynningarmála sambandsins á Íslandi vegna aðildarumsóknar landsins hafa frest til 7. febrúar til að skila inn lokagögnum. Meðal umsækjenda í lokavali ESB eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, en aðkoma skólanna hefur verið gagnrýnd. „Hinar fyrirhuguðu upplýsingamiðstöðvar eru að sjálfsögðu áróðursmiðstöðvar. Hvers vegna halda menn að Evrópusambandið sé að eyða í þetta peningum?“ skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vef Evrópuvaktarinnar í desember. Margrét Einarsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, bendir hins vegar á að í útboðsgögnum ESB sé skýrt tekið fram að reka eigi hér kynningarstarfsemi og stuðla að upplýstri og málefnalegri umræðu. Telur hún að aðkoma Háskólans í Reykjavík yrði fremur til að tryggja að sá háttur yrði hafður á. Skólinn sækir um með Evrópuháskólanum (e. College of Europe) í Brugge í Belgíu. Andrés Jónsson, eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti, bendir á að aðkoma háskólanna að kynningarstarfi ESB sé í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar sem hér var gerð um hver fólk vildi helst að annaðist kynningu á ESB. „Þannig að ef Evrópusambandið vill vera trúverðugt og hlutlægt þarf það að fá háskólana til samstarfs,“ segir Andrés. Fyrirtæki hans á þátt í umsókn þeirri um starfann sem evrópska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið ECORYS leiðir í samstarfi við Háskóla Íslands. Um leið viðurkennir Andrés að aðkoma Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar HÍ að fundaherferð um ESB hafi verið umdeild meðal andstæðinga sambandsins. Kynningarstarf ESB hér sé hins vegar ekki lagt þannig upp að um einhvern áróður eigi að vera að ræða. „Fyrst og fremst snýst þetta um að veita upplýsingar og halda réttum upplýsingum á lofti og leiðrétta rangfærslur, en það verður auðvitað umdeilt, sér í lagi á meðal andstæðinga sambandsins,“ segir hann, en telur um leið ekki vanþörf á að kynna ESB betur hér innanlands. „En ég held það væri óðs manns fyrir Evrópusambandið að fara í einhvern áróður. Það myndi ekki hjálpa því.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Þeir átta sem valdir hafa verið til áframhaldandi þátttöku í útboði Evrópusambandsins (ESB) um umsjón kynningarmála sambandsins á Íslandi vegna aðildarumsóknar landsins hafa frest til 7. febrúar til að skila inn lokagögnum. Meðal umsækjenda í lokavali ESB eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, en aðkoma skólanna hefur verið gagnrýnd. „Hinar fyrirhuguðu upplýsingamiðstöðvar eru að sjálfsögðu áróðursmiðstöðvar. Hvers vegna halda menn að Evrópusambandið sé að eyða í þetta peningum?“ skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vef Evrópuvaktarinnar í desember. Margrét Einarsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, bendir hins vegar á að í útboðsgögnum ESB sé skýrt tekið fram að reka eigi hér kynningarstarfsemi og stuðla að upplýstri og málefnalegri umræðu. Telur hún að aðkoma Háskólans í Reykjavík yrði fremur til að tryggja að sá háttur yrði hafður á. Skólinn sækir um með Evrópuháskólanum (e. College of Europe) í Brugge í Belgíu. Andrés Jónsson, eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti, bendir á að aðkoma háskólanna að kynningarstarfi ESB sé í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar sem hér var gerð um hver fólk vildi helst að annaðist kynningu á ESB. „Þannig að ef Evrópusambandið vill vera trúverðugt og hlutlægt þarf það að fá háskólana til samstarfs,“ segir Andrés. Fyrirtæki hans á þátt í umsókn þeirri um starfann sem evrópska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið ECORYS leiðir í samstarfi við Háskóla Íslands. Um leið viðurkennir Andrés að aðkoma Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar HÍ að fundaherferð um ESB hafi verið umdeild meðal andstæðinga sambandsins. Kynningarstarf ESB hér sé hins vegar ekki lagt þannig upp að um einhvern áróður eigi að vera að ræða. „Fyrst og fremst snýst þetta um að veita upplýsingar og halda réttum upplýsingum á lofti og leiðrétta rangfærslur, en það verður auðvitað umdeilt, sér í lagi á meðal andstæðinga sambandsins,“ segir hann, en telur um leið ekki vanþörf á að kynna ESB betur hér innanlands. „En ég held það væri óðs manns fyrir Evrópusambandið að fara í einhvern áróður. Það myndi ekki hjálpa því.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira