Hársbreidd munaði að umdeildur þjóðernissinni yrði forseti Austurríkis Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. maí 2016 07:00 Sigurvegarinn Alexander van der Bellen eftir að úrslit lágu fyrir síðdegis í gær. Vísir/EPA Alexander Van der Bellen vann í gær nauman sigur í seinni umferð forsetakosninga í Austurríki á hinum umdeilda þjóðernissinna Norbert Hofer, frambjóðanda Frelsisflokksins. Van der Bellen er 72 ára gamall hagfræðiprófessor og fyrrverandi leiðtogi austurríska Græningjaflokksins. Hofer viðurkenndi ósigur sinn í gær, en leiðtogi Frelsisflokksins, Heinz-Christian Strache, sakar fjölmiðla um að hafa birt villandi upplýsingar um talningu atkvæða. Talningin reyndist æsispennandi. Á sunnudagskvöld, þegar búið var að telja allt nema utankjörstaðaratkvæði, hafði Hofer vinninginn með 51,9 prósent á móti 48,1 prósenti til Van der Bellens. Þetta snerist svo við á mánudeginum.Lokatölur urðu þær að Van der Bellen hlaut 50,3 prósent atkvæða en Hofer 49,7 prósent. Á milli þeirra skildu aðeins 31.026 atkvæði. Hofer hlaut engu að síður atkvæði frá nærri helmingi allra kjósenda, meira en 2,2 milljónir atkvæða samtals. Það er nærri fjórðungur þjóðarinnar og meira en þriðjungur atkvæðisbærra manna. Hofer er frambjóðandi Frelsisflokksins, sem er yst á hægri væng stjórnmálanna í Austurríki. Flokkurinn á rætur að rekja til nasista og hefur áratugum saman barist gegn því að útlendingar komi í stórum stíl til Austurríkis, af ótta við að það muni ríða austurrískri menningu og mannlífi að fullu. Sjálfur hefur Hofer þó forðast að taka sterkt til orða gegn flóttafólki og innflytjendum. Á síðasta ári komu 90 þúsund flóttamenn til Austurríkis. Íbúar landsins hafa margir hverjir fyllst ótta og reiði í garð flóttafólks og fylgi Frelsisflokksins hefur í kjölfarið aukist verulega samkvæmt skoðanakönnunum. Hann mælist nú með um þriðjungs fylgi. Svipuð þróun hefur átt sér stað víða í Evrópu, þar sem þjóðernisflokkar yst á hægri vængnum hafa sópað að sér fylgi í hverju landinu á fætur öðru. Sigur Hofers í forsetakosningunum um helgina hefði vafalaust orðið skoðanasystkinum hans í öðrum Evrópulöndum hvatning til frekari dáða. Sigurvegarinn, Van der Bellen, sagðist í ræðu sinni í gær, stuttu eftir að úrslitin lágu fyrir, ætla að hlusta vel á þá sem fyllst hafa reiði og ótta vegna flóttafólksins. Hann ætlist síðan einnig til þess á móti að hinir reiðu og hræddu hlusti á sig: „Það mætti segja: Þú ert jafn mikilvægur og ég, og ég er jafn mikilvægur og þú.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frambjóðandi Græningja hafði nauman sigur í austurrísku forsetakosningunum Hafði betur gegn frambjóðanda hins öfga-þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 14:18 Hnífjafnt í Austurríki Útgönguspár úr forsetakosningunum sýna þjóðernissinnann Norbert Hofer með mjög naumt forskot. 22. maí 2016 15:54 Jafntefli í austurrísku kosningunum Of mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í austurrísku forsetakosningunum til að úrskurða sigurvegara. Utankjörfundaratkvæði munu ráða úrslitum. Óttast er að frambjóðandi Frelsisflokksins muni leysa upp þingið verði hann kjörin. 23. maí 2016 07:00 Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. 21. maí 2016 07:00 Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 19:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Sjá meira
Alexander Van der Bellen vann í gær nauman sigur í seinni umferð forsetakosninga í Austurríki á hinum umdeilda þjóðernissinna Norbert Hofer, frambjóðanda Frelsisflokksins. Van der Bellen er 72 ára gamall hagfræðiprófessor og fyrrverandi leiðtogi austurríska Græningjaflokksins. Hofer viðurkenndi ósigur sinn í gær, en leiðtogi Frelsisflokksins, Heinz-Christian Strache, sakar fjölmiðla um að hafa birt villandi upplýsingar um talningu atkvæða. Talningin reyndist æsispennandi. Á sunnudagskvöld, þegar búið var að telja allt nema utankjörstaðaratkvæði, hafði Hofer vinninginn með 51,9 prósent á móti 48,1 prósenti til Van der Bellens. Þetta snerist svo við á mánudeginum.Lokatölur urðu þær að Van der Bellen hlaut 50,3 prósent atkvæða en Hofer 49,7 prósent. Á milli þeirra skildu aðeins 31.026 atkvæði. Hofer hlaut engu að síður atkvæði frá nærri helmingi allra kjósenda, meira en 2,2 milljónir atkvæða samtals. Það er nærri fjórðungur þjóðarinnar og meira en þriðjungur atkvæðisbærra manna. Hofer er frambjóðandi Frelsisflokksins, sem er yst á hægri væng stjórnmálanna í Austurríki. Flokkurinn á rætur að rekja til nasista og hefur áratugum saman barist gegn því að útlendingar komi í stórum stíl til Austurríkis, af ótta við að það muni ríða austurrískri menningu og mannlífi að fullu. Sjálfur hefur Hofer þó forðast að taka sterkt til orða gegn flóttafólki og innflytjendum. Á síðasta ári komu 90 þúsund flóttamenn til Austurríkis. Íbúar landsins hafa margir hverjir fyllst ótta og reiði í garð flóttafólks og fylgi Frelsisflokksins hefur í kjölfarið aukist verulega samkvæmt skoðanakönnunum. Hann mælist nú með um þriðjungs fylgi. Svipuð þróun hefur átt sér stað víða í Evrópu, þar sem þjóðernisflokkar yst á hægri vængnum hafa sópað að sér fylgi í hverju landinu á fætur öðru. Sigur Hofers í forsetakosningunum um helgina hefði vafalaust orðið skoðanasystkinum hans í öðrum Evrópulöndum hvatning til frekari dáða. Sigurvegarinn, Van der Bellen, sagðist í ræðu sinni í gær, stuttu eftir að úrslitin lágu fyrir, ætla að hlusta vel á þá sem fyllst hafa reiði og ótta vegna flóttafólksins. Hann ætlist síðan einnig til þess á móti að hinir reiðu og hræddu hlusti á sig: „Það mætti segja: Þú ert jafn mikilvægur og ég, og ég er jafn mikilvægur og þú.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frambjóðandi Græningja hafði nauman sigur í austurrísku forsetakosningunum Hafði betur gegn frambjóðanda hins öfga-þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 14:18 Hnífjafnt í Austurríki Útgönguspár úr forsetakosningunum sýna þjóðernissinnann Norbert Hofer með mjög naumt forskot. 22. maí 2016 15:54 Jafntefli í austurrísku kosningunum Of mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í austurrísku forsetakosningunum til að úrskurða sigurvegara. Utankjörfundaratkvæði munu ráða úrslitum. Óttast er að frambjóðandi Frelsisflokksins muni leysa upp þingið verði hann kjörin. 23. maí 2016 07:00 Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. 21. maí 2016 07:00 Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 19:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Sjá meira
Frambjóðandi Græningja hafði nauman sigur í austurrísku forsetakosningunum Hafði betur gegn frambjóðanda hins öfga-þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 14:18
Hnífjafnt í Austurríki Útgönguspár úr forsetakosningunum sýna þjóðernissinnann Norbert Hofer með mjög naumt forskot. 22. maí 2016 15:54
Jafntefli í austurrísku kosningunum Of mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í austurrísku forsetakosningunum til að úrskurða sigurvegara. Utankjörfundaratkvæði munu ráða úrslitum. Óttast er að frambjóðandi Frelsisflokksins muni leysa upp þingið verði hann kjörin. 23. maí 2016 07:00
Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. 21. maí 2016 07:00
Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 19:30