Erlent

Hammond óskar eftir leyfi frá störfum

Atli Ísleifsson skrifar
Aleqa Hammond er sökuð um að hafa dregið sér rúmlega 106 þúsund danskra króna úr opinberum sjóðum.
Aleqa Hammond er sökuð um að hafa dregið sér rúmlega 106 þúsund danskra króna úr opinberum sjóðum. Vísir/AFP
Formaður grænlensku landsstjórnarinnar hefur óskað eftir leyfi frá störfum á meðan verið er að rannsaka ásakanir um að hann hafi dregið sér fé úr opinberum sjóðum.

Aleqa Hammond er sökuð um að hafa dregið sér rúmlega 106 þúsund danskra króna, um tvær milljónir íslenskra króna, til einkanota í apríl 2013 en hún endurgreiddi fjárhæðina 8. september síðastliðinn.

Í frétt DR segir að Hammond hafi notað peningana til að borga fyrir flugmiða, hótelgistingu og mat á veitingastöðum fyrir sig og fjölskyldu hennar.

Stjórnarandstöðuflokkurinn Inuit Ataqatigiit hyggst leggja fram vantrauststillögu gegn Hammond.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×