Viðskipti erlent

Hagnaður Microsoft dregst saman um fjórðung

Sæunn Gísladóttir skrifar
Bill Gates er stofnandi Microsoft.
Bill Gates er stofnandi Microsoft.
Fyrsti ársfjórðungur árið 2016 reyndist tölvuframleiðandanum Microsoft þungbær, en hagnaður fyrirtækisins dróst saman um fjórðung samanborið við fyrra ár.

Tekjur Microsoft voru undir spám greiningaraðila og námu 20,5 milljarði bandaríkjadala, jafnvirði 2.534 milljarða íslenskra króna. Tekjur lækkuðu um rúman milljarð dollara milli ára. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi nam 3,8 milljörðum dala, jafnvirði 470 milljarða íslenskra króna. Í fyrra nam hagnaðurinn hins vegar fimm milljörðum dala, 618 milljörðum íslenskra króna.

Forsvarsmenn fyrirtækisins segja hærri skattlagningu og sterkara gengi dollara meðal ástæða þess að hagnaður dróst saman milli fjórðunga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×