Viðskipti innlent

Hagar minnka við sig í Kringlunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rrými Hagkaupa minnkar þegar verslunin fer á eina hæð.
Rrými Hagkaupa minnkar þegar verslunin fer á eina hæð. vísir/Anton Brink
Hagar hafa undirritað nýjan leigusamning við Reiti um verslun Hagkaupa í Kringlunni. Verslunin mun verða á einni hæð, í stað tveggja hæða áður og mun því minnka um 3.500 fermetra.

Efri hæð verslunarinnar verður lokað í febrúar og mun ný verslun verða opnuð á neðri hæð Kringlunnar á haustmánuðum. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í gær.

Í árshlutareikningnum, sem er fyrir tímabilið 1. mars 2016 til 30. nóvember, kemur fram að hagnaður félagsins nam 3 milljörðum á tímabilinu, eða 5,1 prósenti af veltu. Það er um 200 milljónum meira en hagnaðurinn árið á undan. Vörusalan nam 59,7 milljörðum og EBITDA nam 4,58 milljörðum.

Hagar eru stærsta fyrirtækið á matvörumarkaði, en auk Hagkaupa rekur fyrirtækið Bónus. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×