Viðskipti innlent

Hafa landað rúmlega þrjú þúsund tonnum af makríl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frystum makríl landað úr Vilhelm Þorsteinssyni EA.
Frystum makríl landað úr Vilhelm Þorsteinssyni EA. Mynd/Sigurður Steinn Einarsson
Síðustu daga hafa vinnsluskip landað hátt í 3.400 tonnum af frystum makríl í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni hf.

Heimir Ásgeirsson yfirverkstjóri í frystigeymslunum segir að það sé nóg að gera hjá starfsmönnunum enda landanir eða útskipanir nánast upp á hvern dag.

Lokið var við að landa 500 tonnum úr Vilhelm Þorsteinssyni EA sl. föstudagsmorgun og á sunnudag var 2.200 tonnum landað úr Kristínu EA.

Í gær var síðan lokið við að landa 650 tonnum úr Hákoni EA.

Gert er ráð fyrir að Vilhelm Þorsteinsson komi á ný til löndunar á miðvikudag.

Megnið af afurðunum í frystigeymslunum er skipað um borð í flutningaskip í Norðfjarðarhöfn en eins fer töluvert í gáma sem fluttir eru til útskipunar á Reyðarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×