Hætta skyldunámskeiðum fyrir verðandi kjörforeldra 16. apríl 2012 09:00 Mynd/AFP Íslensk ættleiðing (ÍÆ) hefur ákveðið að hætta að halda skyldunámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sökum peningaskorts. Samkvæmt reglugerð um ættleiðingar er nauðsynlegt að sýna fram á setu á slíku námskeiði til að fá forsamþykki fyrir ættleiðingu. ÍÆ sendi ráðuneytinu bréf vegna málsins þann 11. apríl síðastliðinn. Hörður Svavarsson, formaður félagsins, segir engin svör hafa borist. „Ráðherra getur sjálfsagt breytt reglugerðinni en þá er auðvitað mikilvægt að tryggt sé að þau loforð sem við höfum gefið með því að undirgangast Haag-samninginn um alþjóðlegar ættleiðingar verði efnd," segir Hörður. „Þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra sem best, það loforð hefur Íslensk ættleiðing efnt fyrir stjórnvöld til þessa." Fram kemur í bréfinu til innanríkisráðuneytisins að mikil ánægja hafi verið meðal foreldra með námskeiðin. Eftir að ákvæði um þau voru sett í reglugerð jókst kostnaður félagsins um rúmlega þrjár milljónir króna. Sótt var um fjárveitingu til dómsmálaráðuneytisins vegna þessa en þeirri beiðni var hafnað. Hundrað fjölskyldur eru nú í umsóknarferli hjá félaginu; 22 eru á biðlista í Kína, 20 í Kólumbíu, átta í Tékklandi, fimm í Tógó og ein í Makedóníu. Auk þess eru 44 fjölskyldur að bíða eftir forsamþykki til að ættleiða barn. Hörður segir að þó námskeiðin séu hætt sé of sterkt til orða tekið á þessu stigi að umsóknarferli fjölskyldnanna séu í uppnámi. „En það er alveg ljóst að ef ekki verður brugðist við með einhverjum hætti á næstu mánuðum eða vikum þá geta sumir þeirra sem eru að hefja umsóknarferli sitt núna ekki lokið því ferli og fá því ekki að ættleiða barn." Til stóð að halda námskeið síðar í þessum mánuði, en þær fjölskyldur sem skráðu sig á það hafa verið látnar vita að ekkert verði af því. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er ekki búið að taka bréf ÍÆ til formlegrar umfjöllunar en líklega verði fundað með félaginu í vikunni til að vinna að lausn vandans. - sv Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Íslensk ættleiðing (ÍÆ) hefur ákveðið að hætta að halda skyldunámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sökum peningaskorts. Samkvæmt reglugerð um ættleiðingar er nauðsynlegt að sýna fram á setu á slíku námskeiði til að fá forsamþykki fyrir ættleiðingu. ÍÆ sendi ráðuneytinu bréf vegna málsins þann 11. apríl síðastliðinn. Hörður Svavarsson, formaður félagsins, segir engin svör hafa borist. „Ráðherra getur sjálfsagt breytt reglugerðinni en þá er auðvitað mikilvægt að tryggt sé að þau loforð sem við höfum gefið með því að undirgangast Haag-samninginn um alþjóðlegar ættleiðingar verði efnd," segir Hörður. „Þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra sem best, það loforð hefur Íslensk ættleiðing efnt fyrir stjórnvöld til þessa." Fram kemur í bréfinu til innanríkisráðuneytisins að mikil ánægja hafi verið meðal foreldra með námskeiðin. Eftir að ákvæði um þau voru sett í reglugerð jókst kostnaður félagsins um rúmlega þrjár milljónir króna. Sótt var um fjárveitingu til dómsmálaráðuneytisins vegna þessa en þeirri beiðni var hafnað. Hundrað fjölskyldur eru nú í umsóknarferli hjá félaginu; 22 eru á biðlista í Kína, 20 í Kólumbíu, átta í Tékklandi, fimm í Tógó og ein í Makedóníu. Auk þess eru 44 fjölskyldur að bíða eftir forsamþykki til að ættleiða barn. Hörður segir að þó námskeiðin séu hætt sé of sterkt til orða tekið á þessu stigi að umsóknarferli fjölskyldnanna séu í uppnámi. „En það er alveg ljóst að ef ekki verður brugðist við með einhverjum hætti á næstu mánuðum eða vikum þá geta sumir þeirra sem eru að hefja umsóknarferli sitt núna ekki lokið því ferli og fá því ekki að ættleiða barn." Til stóð að halda námskeið síðar í þessum mánuði, en þær fjölskyldur sem skráðu sig á það hafa verið látnar vita að ekkert verði af því. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er ekki búið að taka bréf ÍÆ til formlegrar umfjöllunar en líklega verði fundað með félaginu í vikunni til að vinna að lausn vandans. - sv
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira