Hætta á stöðnun samfara verðbólgu 30. júní 2011 19:08 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningar Arion. Mynd/Rósa Jóhannsdóttir Verðbólgan frá áramótum er meiri á Íslandi en mælist á heilu ári víða annarsstaðar. Forstöðumaður greiningardeildar segir að hætta sé á stöðnun í hagkerfinu samfara verðbólgu á næstu mánuðum. Nýjustu tölur hagstofunnar benda til þess að verðbólgan sé enn í vexti, en hún mælist nú 4,2% á ársgrundvelli og er því komin vel yfir 2,5 prósenta markmið seðlabankans. Síðustu fimm mánuði hefur verðlag hækkað um tæp 4,5%, sem er meira en í mörgum nágrannalöndum Íslands á heilu ári. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir þó að verðbólgan sé að einhverju leyti innflutt vegna hækkana á olíu- og hrávöruverði erlendis, en ofan á það leggist hækkun opinberra gjalda og rísandi húsnæðisverð. Útlit sé fyrir frekari verðbólgu, meðal annars vegna launahækkana í kjarasamningum. Ásdís hefur áhyggjur af ástandi sem kallað er á ensku stagflation, það er að segja stöðnun í hagkerfinu samfara mikilli verðbólgu, sem þykir erfitt viðureignar. „Í raun má segja það vegna þess að við erum með þennan framleiðsluslaka í hagkerfinu. Þó hagkerfið sé að rísa þá er enn slaki til staðar og á sama tíma erum við að sjá verðbólguna færast sífellt fjær verðbólgumarkmiði Seðlabankans,“ segir Ásdís. Þegar verðbólga hlýst af auknum kostnaði fyrirtækja, til dæmis vegna verðhækkana á alþjóðamörkuðum, en ekki eftirspurnarþrýstingi, getur verið erfitt að slá á verðbólguna með aðhaldi í peningastefnunni. Ásdís telur að slíkt gæti jafnvel haft öfugar afleiðingar. Spurður fyrr í mánuðinum hvort að seðlabanki í litlu ríki eins og Íslandi hafi burði til að berjast við verðbólgu með aðhaldssamri peningastefnu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri: „Það hefur ekkert upp á sig og við munum ekki reyna það. Við höfum aldrei reynt að berjast gegn alþjóðlegum verðhækkunum af þessu tagi. Okkar verkefni þegar þær ríða yfir er að þær hafi ekki áhrif í næstu umferð.“ Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Verðbólgan frá áramótum er meiri á Íslandi en mælist á heilu ári víða annarsstaðar. Forstöðumaður greiningardeildar segir að hætta sé á stöðnun í hagkerfinu samfara verðbólgu á næstu mánuðum. Nýjustu tölur hagstofunnar benda til þess að verðbólgan sé enn í vexti, en hún mælist nú 4,2% á ársgrundvelli og er því komin vel yfir 2,5 prósenta markmið seðlabankans. Síðustu fimm mánuði hefur verðlag hækkað um tæp 4,5%, sem er meira en í mörgum nágrannalöndum Íslands á heilu ári. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir þó að verðbólgan sé að einhverju leyti innflutt vegna hækkana á olíu- og hrávöruverði erlendis, en ofan á það leggist hækkun opinberra gjalda og rísandi húsnæðisverð. Útlit sé fyrir frekari verðbólgu, meðal annars vegna launahækkana í kjarasamningum. Ásdís hefur áhyggjur af ástandi sem kallað er á ensku stagflation, það er að segja stöðnun í hagkerfinu samfara mikilli verðbólgu, sem þykir erfitt viðureignar. „Í raun má segja það vegna þess að við erum með þennan framleiðsluslaka í hagkerfinu. Þó hagkerfið sé að rísa þá er enn slaki til staðar og á sama tíma erum við að sjá verðbólguna færast sífellt fjær verðbólgumarkmiði Seðlabankans,“ segir Ásdís. Þegar verðbólga hlýst af auknum kostnaði fyrirtækja, til dæmis vegna verðhækkana á alþjóðamörkuðum, en ekki eftirspurnarþrýstingi, getur verið erfitt að slá á verðbólguna með aðhaldi í peningastefnunni. Ásdís telur að slíkt gæti jafnvel haft öfugar afleiðingar. Spurður fyrr í mánuðinum hvort að seðlabanki í litlu ríki eins og Íslandi hafi burði til að berjast við verðbólgu með aðhaldssamri peningastefnu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri: „Það hefur ekkert upp á sig og við munum ekki reyna það. Við höfum aldrei reynt að berjast gegn alþjóðlegum verðhækkunum af þessu tagi. Okkar verkefni þegar þær ríða yfir er að þær hafi ekki áhrif í næstu umferð.“
Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent