Innlent

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð

Atli Ísleifsson skrifar
Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald eða til 20. ágúst næstkomandi.
Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald eða til 20. ágúst næstkomandi. Vísir/Pjetur
Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni, sem grunaður er um að hafa smitað konur af HIV. RÚV greindi frá þessu fyrr í kvöld.

Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald þann 23. júlí, eða til 20. ágúst næstkomandi.

Í frétt RÚV segir að úrskurður Hæstaréttar verði ekki birtur á vef dómstólsins, en lögregla fór fram á frestun birtingar vegna rannsóknarhagsmuna og vegna hversu viðkvæmt málið þykir.

Á annan tug kvenna eru á lista yfir þá sem verið er að reyna að hafa samband við vegna málsins. Maðurinn er hælisleitandi og hefur verið hér á landi í meira en ár. Hann er talinn vera á þrítugsaldri en aldur hans hefur þó ekki fengist staðfestur.

Við komu hans til landsins dvaldi hann á Fit hostel. Hann býr nú í Reykjavík.

Lögreglan rannsakar nú mál mannsins í samstarfi við sóttvarnarlækni. Rannsóknin snýr meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa verið í samneyti við manninn og hvort þær séu smitaðar.


Tengdar fréttir

Á annan tug kvenna mögulega smitaðar

Karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um að hafa haft óvarin kynmök við íslenskar konur vitandi það að hann væri smitaður af HIV-veirunni. Að minnsta kosti ein kona er smituð. Sóttvarnarlæknir rekur smitleiðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×