Innlent

Hæsti­réttur kveður upp dóm í hóp­nauðgunar­málinu síð­degis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einn mannanna fimm eftir að hann var handtekinn í maí 2014, fyrir tveimur og hálfu ári.
Einn mannanna fimm eftir að hann var handtekinn í maí 2014, fyrir tveimur og hálfu ári. Vísir/Daníel
Hæstiréttur mun síðdegis kveða upp dóm sinn í hópnauðgunarmálinu svokallaða þar sem fimm ungir menn voru sakaðir um að hafa haft kynferðismök við stúlkuna á sama tíma. Fjórir menn af fimm voru sýknaðir í héraðsdómi í nóvember í fyrra en sá fimmti fékk 30 daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir að hafa tekið upp myndband af atvikinu án hennar samþykkis. Þá þurfti hann að greiða henni skaðabætur upp á hálfa milljón króna. Ríkissaksóknari áfrýjaði dóminum úr héraði til Hæstaréttar.

Aðalkrafa saksóknara við áfrýjun var sú að vitnisburður yrði endurtekinn fyrir Hæstarétti svo dómurinn mæti endurmetið trúverðugleika vitna. Héraðssdómur mat það svo að framburður piltanna hefði verið efnislega á sama veg og ekkert hefði komið fram í málinu um að stúlkan hefði ekki verið samþykkt því sem gerðist í íbúðinni í Breiðholti.

Hæstiréttur hafnaði kröfu saksóknara og var því vitnisburður ekki endurtekinn í Hæstarétti. Reyndar er mjög fátítt að vitnisburður sé endurtekinn fyrir Hæstarétti. Krafa ákæruvaldsins nú er sá að dómurinn verði ómerktur og vísað aftur heim í hérað.

Vitnisburður breytilegur

Í niðurstöðu héraðsdóms segir að hinir ákærðu hefðu lýst málinu efnislega á sama veg frá upphafi, allt frá því að þeir voru í einangrun og gæsluvarðhaldi í kjölfar þess að þeir voru handteknir. Dómurinn taldi hins vegar vitnisburð stúlkunnar hafa verið breytilegan um sumt og að hún hefði munað sumt illa.

Sjá einnig:„Ef þú ert númer fimm í röðinni geturðu bókað að um nauðgun sé að ræða“

Þá hefði hegðun hennar skömmu eftir atburðinn, þar sem hún hefði sést sækja þýfi, ekki bent til þess að hún hefði skömu áður orðið fyrir nauðgun, eins og segir í dómnum.

Móðir stúlkunnar ræddi dóminn í héraði opinskátt í Íslandi í dag í fyrra. Þar lagði hún meðal annars áherslu á að ungu mennirnir fimm væru ekki skrímsli. Þá sagði hún það létti og viðurkenningu að ákveðið hefði verið að áfrýja dóminum úr héraði til Hæstaréttar.

Viðtalið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×