Viðskipti erlent

H&M opnar 400 nýjar verslanir á árinu

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrirtækið starfsrækir alls um 3.500 verslanir í 55 löndum.
Fyrirtækið starfsrækir alls um 3.500 verslanir í 55 löndum. Vísir/Getty
Sænski fatarisinn H&M hyggst opna um 400 nýjar verslanir á árinu og hefja innreið sína á markað í fjölda nýrra landa.

Í fréttatilkynningu frá H&M segir að flestar verslarnirnar muni opna í Kína og Bandaríkjunum, en einnig í Póllandi og Þýskalandi. Þá stendur til að opna fyrstu verslanir fyrirtækisins í Taívan, Perú, Suður-Afríku og Indlandi.

H&M opnaði 379 verslanir á nýliðnu ári. Fyrirtækið opnaði jafnframt netverslun í Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Kína og mun gera slíkt hið sama í níu löndum til viðbótar á þessu ári – fyrst og fremst í Austur-Evrópu, en einnig Belgíu, Sviss og Portúgal.

Rúmlega 132 þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu sem starfsrækir alls um 3.500 verslanir í 55 löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×